Umhverfismál skipta Ölgerðina miklu máli og koma við sögu í öllu starfi hennar. Stefna fyrirtækisins er að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stefna sífellt að betri árangri í umhverfismálum. Síðustu ár hefur Ölgerðin náð árangri í umhverfismálum. Þetta má rekja til endurnýjunar bílaflotans, minnkunar matarsóunar í mötuneyti, stillingar á kötlum fyrirtækisins og fjölmörg umbótarverkefni hafa beint sjónum að umhverfisvernd.

Ölgerðin tekur þátt í því að ná sameiginlegum loftslagsmarkmiðum Íslands með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun kolefnisspors á tímabilinu 1990-2030. Síðustu tvö ár hafa farið í kortlagningu á kolefnisspori Ölgerðarinnar til að hægt sé að meta og mæla þá þætti sem starfsemin hefur áhrif á.

Stöðugt er unnið að því að starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi verndunar umhverfisins í starfi sínu, flokki sorp og forðist alla sóun hráefna og umbúða. Einnig er sífellt reynt að ná betri árangri í umhverfisvernd í daglegum rekstri fyrirtækisins með því að nota umhverfisvæn efni og minnka notkun umbúða, orku og vatns í starfseminni.