Stjórn og stjórnarhættir

Andri Þór Guðmundsson forstjóri og Októ Einarsson stjórnarformaðurStjórn fyrirtækisins skipa 5 aðalmenn og 4 varamenn, kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Stjórn kýs sér formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna. Stjórnarformaður Ölgerðarinnar heitir Októ Einarsson. Forstjóri er Andri Þór Guðmundsson. Hægt er að lesa yfirlýsingu um stjórnarhætti með því að smella hér. Lista yfir stjórnar- og varamenn ásamt aðilum starfskjaranefndar má nálgast hér.

Stjórn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. starfar eftir ákveðnum og skýrum starfsreglum. 

Fyrirtækið er hlutafélag og fylgir þeim lögum og reglum sem um slík félög gilda. Hægt er að lesa starfsreglur stjórnar með því að smella hér.

Þrjár undirnefndir eru hjá Ölgerðinni. Endurskoðunarnefnd sem skipuð er öllum stjórnarmönnum, starfskjaranefnd sem skipuð er 3 aðilum og er stjórn til ráðgjafar um starfskjarastefnu fyrirtækisins. Framkvæmdastjórn sem skipuð er 9 manns og eiga allir framkvæmdastjórar fyrirtækisins þar sæti.

Hægt er að lesa um starfskjarastefnu Ölgerðarinnar með því að smella hér.

Skipurit Ölgerðarinnar