Jafnlaunavottun VR

Í gegnum árin hefur Ölgerðin haft jafnréttisstefnu að leiðarljósi í ráðningu og ákvörðun launa. Þann 19.júní 2013 fékk Ölgerðin Jafnlaunavottun VR og varð þar með 10.fyrirtækið til að hljóta slíka vottun. Er vottunin því frábær staðfesting á þeirri stefnu sem Ölgerðin hefur lengi fylgt og sannar að körlum og konur er greidd  jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

Jafnlaunavottun VR er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröfur nýs jafnlaunastaðals Staðlaráðs Íslands. Vottunin er tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að meta stöðu kynjanna með viðurkenndri aðferðafræði og samræmdum viðmiðum. Ferlið gefur atvinnurekendum jafnframt tækifæri til að leiðrétta kynbundinn launamun, ef slíkur munur er til staðar.

Vottunin er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki konum og körlum. Þau fyrirtæki og stofnanir sem skrá sig til þátttöku skuldbinda sig til þriggja ára í senn.

Mynd tekin við afhendingu Jafnlaunavottunar VR, 19.júní 2013.