Mannauðsstefna Ölgerðarinnar

Framtíðarsýn Ölgerðarinnar er að vera fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Lykillinn að þeirri sýn felst í mannauði fyrirtækisins, þar sem jákvæðni, áreiðanleiki, hagkvæmni og framsækni eru höfð að leiðarljósi.

Mannauðsstefnan miðar að því að allar ákvarðanir sem teknar eru, og snúa að sambandi Ölgerðarinnar og starfsfólks þess, skapi forsendur til að framtíðarsýn fyrirtækisins verði að veruleika.

Markmið mannauðsstefnunnar er að stuðla að starfsánægju starfsfólks og að Ölgerðin hafi yfir að ráða hæfu, vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. 

Gott og ánægt starfsfólk er grunnurinn að vel reknu fyrirtæki. Starfsmenn Ölgerðarinnar eru því ein af helstu auðlindum fyrirtækisins og mannauðsstefnan felur í sér að vera stefnumarkandi og styðjandi við gildi Ölgerðarinnar og stuðla þannig að samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Við leggjum áherslu á að starfsfólk Ölgerðarinnar lifi gildi fyrirtækisins og að skapa grundvöll til að svo megi verða. Það gerum við með öflugri mannauðsdeild sem stuðlar m.a. að:

•faglegum vinnubrögðum við ráðningar og móttöku nýliða
•því að leggja áherslu á fræðslu og starfsþróun
•því að huga að öryggi, heilsu og aðbúnaði starfsmanna
•öflugu upplýsingaflæði
•stöðugum umbótum og framsækni
•faglegri ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur
•því að framkvæma reglulega kannanir, greiningar og mælingar
•faglegri frammistöðustjórnun
 

Á þennan hátt sköpum við skemmtilegan vinnustað og sterka liðsheild sem nær markmiðum Ölgerðarinnar sem eru til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, samfélagið, starfsfólk og hluthafa.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um stefnur Ölgerðarinnar hér.

Í Ölgerðarskólanum er farið yfir mannauðsstefnu Ölgerðarinnar.

Gildi ÖlgerðarinnarGildi Ölgerðarinnar

Jákvæðni: Við leitumst við að finna jákvæða fleti á öllum málaflokkum, nálgast þá á jákvæðan hátt og hvetja starfsfólk og samstarfsaðila til þátttöku.

Áreiðanleiki: Við viljum sýna ábyrgð í öllu okkar starfi, og viljum tryggja gæði í öllu okkar starfi.  Vörur okkar og þjónusta munu endurspegla þá virðingu sem við sýnum umhverfi okkar.  Sýnileiki okkar ábyrgðar er mikilvægur innan veggja fyrirtækisins sem utan þess.

Framsækni: Við hugsum án takmarkana og leitum sífellt leiða til að gera hlutina fljótlegri og betur.  Við vöruþróun og markaðssetningu nýrra vara höfum við að leiðarljósi að vörurnar styðji við manneldisjónarmið og umhverfisvernd.

Hagkvæmni: Við sýnum ábyrgð með því að reka fyrirtækið á hagkvæman og ábyrgan hátt í sátt við okkar umhverfi og samfélag.  Með hagkvæmni í rekstri getum við stuðlað að lægra vöruverði og styrkt samkeppnisstöðu fyrirtækisins.  Markmiðasetning, mælingar, eftirfylgni og góð yfirsýn eru undirstaða árangurs.