Ölgerðarskólinn

Við hjá Ölgerðinni leggjum áherslu á að gefa hverjum starfsmanni kost á að bæta hæfni sína í starfi og auka þekkingu sína til dæmis með því að sækja námskeið eða þjálfun á vegum Ölgerðarinnar. Mikilvægt er að þróun starfsmanns í starfi sé á ábyrgð og að frumkvæði bæði starfsmanns og Ölgerðarinnar. 


Allir nýir starfsmenn sitja Ölgerðaskólann og er hann haldinn 3-4 sinnum yfir árið. Markmið skólans er að nýju starfsfólki finnist það verða sem fyrst hluti af fyrirtækinu og að því finnist það velkomið. Að auki er markmiðið að gefa nýjum starfsmönnum skýra mynd af uppbyggingu fyrirtækisins, markmiðum, stefnu og gildum, ásamt nauðsynlegum upplýsingum um vinnureglur, samskipti og vinnuferla sem gilda í fyrirtækinu.