Starfsmannafélagið Mjöður

Mjöður starfsmannafélag Ölgerðarinnar er félag allra fastráðinna starfsmanna hjá fyrirtækinu. Tilgangur starfsmannafélagsins er að halda uppi góðu andrúmslofti og stemningu meðal starfsmanna. Félagið vinnur í góðri samvinnu við stjórnendur Ölgerðarinnar og stendur fyrir fjölbreyttum uppákomum um það bil mánaðarlega nema í júlí og ágúst en áherslur breytast eftir árstíðum. Uppákomur á vegum starfsmannafélagsins eru meðal annars:

  • Hin sívinsælu bjórkvöld sem haldin eru einu sinni á önn
  • Í desember er farið á jólahlaðborð og starfsfólki boðið í jólatrésferð til að sækja sér jólatré.
  • Allir starfsmenn fá páskaegg fyrir páska.
  • Í júní ár hvert er útilega þar sem starfsmenn Ölgerðarinnar og fjölskyldur njóta samverustundar.

Myndir frá starfsmannafélagi Ölgerðarinnar

Fyrirkomulag félagsins

Mjöður starfsmannafélag er skipað af sjö manna stjórn: formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þriggja meðstjórnenda. Kosið er í stjórn félagsins á aðalfundi til tveggja ára í senn.

Fyrirspurnir má senda á netfangið mjodur@olgerdin.is og er þeim svarað um hæl.