Starfsmannahandbók Ölgerðarinnar

Við leggjum rækt við að taka vel á móti nýju starfsfólki og bjóðum því m.a. að sitja stund í Ölgerðarskólanum, þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði og stefnur fyrirtækisins, ásamt því að kynning er á starfsemi deilda og starfsfólki. Þá er einnig kynnt starfsmannahandbók fyrirtækisins en þar má nálgast ítarlegar upplýsingar um nær allt það er viðkemur daglegu starfi starfsfólks.