Þjónusta

Ölgerðin

Ölgerðin leggur mikið uppúr að þjónusta framúrskarandi vel, hvort sem um ræðir birgja, smásöluaðila eða neytendur. Við erum með öflugt þjónustuver, sem svarar símtölum og tekur við pöntunum. Auk þess er þjónustudeildin okkar á vakt nær allan ársins hring, en hún sér um að viðhalda og sjá um öll þau tæki sem eru á vegum okkar. 
08:00 - 16:30 / Mán. - fim. 
08:00 - 16:00 / Fös. 
Sími 412 80 00


Vöruhús og Vöruafgreiðsla

Við rekum stórt vöruhús og er vöruafgreiðslan, sem staðsett er við norðvesturenda húss Ölgerðarinnar við Grjótháls 11, opin milli kl. 8 og 17 alla virka daga. Til að draga úr fjölda lítilla pantana er lagt á 2.500 kr. afgreiðslugjalda á pantanir sem eru undir 12.000 kr. m/vsk.
Hægt er að leigja hjá okkur ýmis tæki, t.d. sjálfsala, kaffivélar og bjórdælur. Frekari upplýsingar um hvaða tæki standa viðskiptavinum okkar til boða má fá hjá þjónustuveri.
 

Þjónustuver

Öflugt þjónustuver Ölgerðarinnar tekur við pöntunum frá viðskiptavinum og veitir almennar upplýsingar um vörur.
Fyrir pantanir og almenna þjónustu
08:00 - 17:00 / Mán. - fim
08:00 - 16:00 / Fös.
Sími 412 81 00
 

Þjónustudeild

Þjónustudeild Ölgerðarinnar sér um uppsetningu og viðhald og hefur umsjón með sjálfsölum og tækjum á vegum Ölgerðarinnar.
Fyrir sjálfsala og viðhald tækja
08:00 - 16:00 / Mán. - fös
Sími 412 84 00