Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

Floni ORKA

Rapparinn Floni er kominn með sinn eigin orkudrykk. Hann hef­ur nú þróað nýja bragðteg­und af orku­drykk sem ber nafnið Eng­ill. Eng­ill vís­ar þar í lag af vænt­an­legri plötu lista­manns­ins, Floni 3. Plat­an er sú fyrsta síðan árið 2019. Um er að ræða nýja bragðteg­und af Orku sem þróuð var í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn vin­sæla. Drykk­ur­inn er kom­inn í versl­an­ir og er með sítr­ónu- og límónu­bragði. Flóni seg­ir það hafi legið bein­ast við.

 

„Ég hef elskað límónu­bragð al­veg frá því ég man eft­ir mér. Þess vegna byrjaði ég þar og svo gerðum við lag­fær­ing­ar á upp­skrift­inni þar til mér fannst drykk­ur­inn orðinn eins og ég vildi hafa hann,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

 

Von er á nýrri plötu frá rapp­ar­an­um vin­sæla.


Hluti af menn­ingu ungs fólks


Floni er fyrsti tón­list­armaður­inn sem tek­ur þátt í gerð nýrr­ar bragðteg­und­ar fyr­ir Orku, en mynd­listar­fólk hef­ur hannað umbúðirn­ar fyr­ir eldri bragðteg­und­ir. Jó­hann­es Páll Sig­urðar­son, vörumerkja­stjóri Orku, seg­ir að þar á bæ hafi fólk verið spennt fyr­ir því að prófa nýja hluti og að Floni hafi verið eðli­legt skref í ferl­inu.

 

„Orka vill vera hluti af menn­ingu ungs fólks og vett­vang­ur fyr­ir list­sköp­un og tján­ingu. Floni er því hinn full­komni listamaður til að vera í for­svari fyr­ir nýja bragðteg­und. Hann er virki­lega skap­andi og er full­ur af hug­mynd­um. Bæði hvað varðar út­lit og út­færsl­ur en líka fyr­ir bragðið af drykkn­um sjálf­um.“

 

Floni elskar límónubragð.

Sjá nánar
Ölgerðin byggir á Hólmsheiði

Ölgerðin hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um að reisa vöru- og dreifingarmiðstöð á Hólmsheiði, auk þess að reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring. Nýja vöruhúsið og dreifingarmiðstöðin mun auka mjög skilvirkni í rekstri fyrirtækisins, enda hefur vöxtur fyrirtækisins um nokkurt skeið kallað á frekari uppbyggingu hvað þetta varðar. Þá mun nýtt húsnæði gera okkur kleift að setja upp nýjar framleiðslulínur í núverandi vöruhúsi.
 
Þá mun Ölgerðin jafnframt reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring á Hólmsheiði, en úflutningur vatns til fjölmargra landa hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.
 
„Við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn, í bókstaflegri merkingu, því vatnslind Iceland Spring er einmitt hér á þessu svæði og því stutt að sækja það áður en það heldur í langferðir á erlenda markaði.  Hróður íslenska vatnsins berst æ víðar undir merkjum Iceland Spring og sala þess eykst jafnt og þétt í sífellt fleiri löndum, þökk sé m.a. gæðum vatnsins hér“,  segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
 
Deiliskipulag fyrir svæðið verður auglýst í október og standa vonir til að hægt verði að hefja framkvæmdir fljótlega eftir að því ferli lýkur.

 

 


 

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, handsala samninginn um uppbyggingu á Hólmsheiði.

 

Sjá nánar
Nýr Kristall til að fríska upp á daginn

Ný bragðtegund af Kristal er nú komin í verslanir um allt land: Kristall með jarðarberja- og drekaávaxtabragði. Við erum ekki í vafa um að unnendur Kristals muni taka þessari nýju og frísklegu bragðtegund með bleika litnum vel.

Sjá nánar

Hafa samband

Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir