Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

Sykurlaust MIX

Mix hefur verið elskað í fleiri áratugi af íslensku þjóðinni og nú loksins býðst sykurlaus útgáfa af þessum vinsæla drykk.

Einhvers misskilnings hefur gætt varðandi uppruna Mix, en segja má að um einhvers konar tilviljun hafi verið að ræða. Efnalaug Akureyrar, síðar Sana, framleiddi ávaxtadrykkinn Valash og eitt sinn kom ananasþykkni í stað appelsínuþykknis sem var notað í drykkinn. Þá var brugðið á það ráð að blanda ananasþykkninu við annað ávaxtaþykkni og útkoman varð Mix! Þetta var árið 1957 og fyrst nú fáum við þennan frábæra ávaxtagosdrykk sykurlausan!

Sjá nánar
Viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum”.  Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Nauthóli, en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu-lífsins og Nasdaq Iceland sem standa fyrir henni.

 

„Við erum afar stolt af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu, enda höfum við lagt mikla áherslu á góða stjórnarhætti, ábyrgð og valddreifingu innan fyrirtækisins. Skýr og skilgreind stefna þar sem allir stjórnendur eru meðvitaðir um hlutverk sitt og ábyrgð er áhrifarík leið til farsældar á þessu sviði,” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem veitti viðurkenningunni móttöku.

 

Rúmur áratugur er síðan farið var að veita viðurkenningu fyrir „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum” en markmiðið er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. 

 

Auk Ölgerðarinnar hlutu Arion banki, Eik fasteignafélag, Fossar fjárfestingabanki, Icelandair Group, Íslandssjóðir, Kvika banki, Lánasjóður sveitarfélaga, Mannvit, Reginn, Reiknistofa bankanna, Reitir, Sjóvá, Stefnir, Sýn, TM, VÍS og Vörður viðurkenningu við þetta tækifæri.

 

Sjá nánar
Nýr Mist Jarðaberja

Mist Uppbygging, sem inniheldur 15 grömm af próteini, hefur fengið afar góðar viðtökur á markaði. Nú er ný bragðtegund komin í verslanir: Jarðarberja og lime. Við vonum að nýja bragðið falli vel í kramið hjá öllu því fólki sem vill bæta góðum skammti af próteini inn í daginn.

Sjá nánar

Hafa samband

Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir