; ;

Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Sjálfbærni hjá Ölgerðinni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA

Fréttir

Nýr COLLAB Lakkrís og Hindberja

Ný hátíðarútgáfa af COLLAB hefur litið dagsins ljós; lakkrís og hindberja. Þessi nýjasta bragðtegund kemur í mjög takmörkuðu magni því er mikilvægt að hafa hraðar hendur viljir þú tryggja þér eintak.

 

Sjá nánar
Mist framleiðir CBD drykk

Þrátt fyrir að sala á CBD-drykkjum sé ennþá ólögleg á Íslandi fer nú framleiðsla á slíkum drykk fram hérlendis undir þekktu íslensku drykkjarvörumerki; Mist.  Varan er eingöngu framleidd til útflutnings enn sem komið er en vonir standa til þess að Mist-CBD verði fáanleg á heimamarkaði á komandi misserum.

 

“Mist er virknidrykkur sem byggir á töframætti náttúrunnar og bíður upp á eiginleika og innihaldsefni sem njóta vaxandi vinsælda.  Þar má nefna  ræturnar Maca og Ashwagandha og hið eftirsótta Yerba Mate en allt eru þetta innihaldsefni sem finna má í þeirri Mist sem fæst í íslenskum verslunum í dag. “ segir Gyða Dröfn, vörumerkjastjóri Mist. 

 

“Þá er vaxandi eftirspurn eftir CBD-drykkjum víða erlendis en vinsældirnar hafa til að mynda vaxið mjög hratt í Bretlandi undanfarið ár og teljum við ennfremur að slíkur drykkur eigi fullt erindi á markað hér heima.  Lagaumhverfið er þó þannig hérlendis að CBD er ekki ennþá leyft í drykkjarvöru, en CBD olíur hafa notið vaxandi vinsælda á seinustu árum og eru orðnar vinsælar húð- eða munnskolsolíur sem auðvitað enginn er að kyngja, því það er jú bannað. “

 

“Við höfum þegar framleitt fyrstu framleiðslu af Mist-CBD og eru fyrstu kassarnir á leið úr landi.  Það getur þó verið talsvert ferli að koma vöru sem þessari í almenna sölu erlendis en við vonumst til þess að komast í hillur bæði í Bretlandi og Hollandi á komandi mánuðum. “

 

“Við vonum að sjálfsögðu að löggjöfin varðandi CBD-olíu í drykkjum verði endurskoðuð, og við fáum tækifæri til að kynna þennan frábæra drykk fyrir íslenskum neytendum.  Mist-CBD hefur margskonar eftirsóknarverða virkni en auk CBD-olíunnar eru bæði L-Theanine og mátulegt magn af náttúrulegu koffíni í drykknum.  Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær íslendingar fá svo að kynnast MIST-CBD. 

Sjá nánar
Ölgerðin tekur yfir Instagram SA í dag í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins

Í dag munum við hjá Ölgerðinni taka yfir Instagram reikning SA í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið í umhverfismálum og höfum minnkað bæði matarsóun og losun gróðurhúsalofttegunda verulega og komið upp sérstöku mælaborði fyrir stjórnendur svo hægt sé að fylgjast með sjálfbærni rekstrarins í rauntíma svo eitthvað sé nefnt.

 

Við hlökkum til að fara betur yfir þetta og fleira með ykkur á Instagramreikning SA @atvinnulifid.

Sjá nánar

Ábendingar

Við leggjum mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu. Hér getur þú sent inn ábendingar, hrós og kvartanir og við reynum að svara öllum eins fljótt og auðið er.

SENDA INN
Subpage Theme Image
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir