Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

Flórídana Vellíðan

Flórídana Vellíðan er nýr safi sem er kominn í verslanir og er þetta fyrsti ávaxtasafinn á Íslandi sem inniheldur góðgerla. 
Þetta eru ES1-HT mjólkursýrugerlar, en rannsóknir sýna að þeir geta bætt meltinguna og þannig haft góð áhrif á almenna heilsu. Floridana Vellíðan er safi úr jarðarberjum, eplum og appelsínum og kemur þessi nýjung til móts við þá miklu vakningu sem er að verða um allan heim um mikilvægi meltingarinnar fyrir heilsu og góða líðan.

Sjá nánar
COLLAB með ananas & kókos

Þessi suðræna bragðtegund verður fáanleg í sumar en tímabundnar útgáfur af þessu tagi hafa alltaf notið mikilla vinsælda og því kann að vera sterkur leikur að ná sér í dós af þessari bragðtegund sem fyrst, því hún er framleidd í takmörkuðu magni og er því aðeins í boði meðan birgðir endast.

Sjá nánar
Nýr Sumar Kristall

Nýr Sumar Kristall með guava- og ástaraldinbragði er komin í verslanir.

 

Sjá nánar í vefverslun

Sjá nánar

Ábendingar

Við leggjum mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu. Hér getur þú sent inn ábendingar, hrós og kvartanir og við reynum að svara öllum eins fljótt og auðið er.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir