Ölgerðin
Lykillinn að velgengni fyrirtækja er fólginn í mannauði þeirra. Markmið Ölgerðarinnar er því að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Starfsfólk Ölgerðarinnar stefnir samstíga í átt að framtíðarsýn fyrirtækisins, að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks gerir vinnustaðinn skemmtilegan.