Vöruþróun

Hjá okkur er nýsköpun kjarninn í öllu sem við gerum. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að gleðja viðskiptavini með því að þróa einstakar bragðtegundir, bæta sjálfbærar umbúðir og tileinka okkur nýjustu tækni í framleiðslu og dreifingu. Með því að vera í takt við þróun markaðar og nýta nýjustu rannsóknir viljum við vera leiðandi í framleiðslu drykkja, sem eru ekki aðeins hressandi heldur einnig búnir til á ábyrgan hátt, til að mæta auknum kröfum neytenda.

Nýjasta varan okkar

COLLAB X BIRNIR

Ný sérútgáfa COLLAB, sem var þróuð í samstarfi við tónlistarmanninn Birni, er komin í verslanir – um leið og nýja platan hans: Dyrnar. Við þökkum Birni fyrir skemmtilegt samstarf og vonum að bæði drykkurinn og platan slái hressilega í gegn.

Nýsköpunarfréttir

Framúrskarandi nýsköpun í bragði, umbúðum og framleiðslu, með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi.

Við fjárfestum í sjálfbærni

Við höfum mikinn metnað hvað varðar sjálfbærni og erum markvisst að fella sjálfbærni inn í vörunýjungar okkar sem og í menningu fyrirtækisins.

Lestu meira um sjálfbærni

Sjálfbær framleiðsla

Í sjálfbærri framleiðslu er lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif með því að hámarka nýtingu auðlinda, draga úr sóun og samþætta vistvæna starfshætti í öllu framleiðsluferlinu.

Sjálfbærar umbúðir

Við hönnun sjálfbærra umbúða er lögð áhersla á efni sem eru endurvinnanleg eða niðurbrjótanleg. Þannig má draga úr uppsöfnun úrgangs og lágmarka umhverfisáhrif allan líftíma vörunnar.

Tengiliður vegna vöruþróunar

Vöruþróun

Guðni Þór Sigurjónsson

Forstöðumaður vaxtar og þróunar