Ölgerðin Egill Skallagrímsson

Við hjá Ölgerðinni framleiðum, flytjum inn og seljum drykkjarvörur og matvæli og dreifum þeim um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgi er sinnt eins og hann sé okkar eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.
Sölu- og markaðssvið Ölgerðarinnar eru þrjú: óáfengir drykkir, áfengir drykkir og fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar og Danól heildverslun.

Óáfengir drykkir

Ölgerðin er elsti drykkjarvöruframleiðandi landsins og á mörg af elstu og þekktustu vörumerkjum óáfengra drykkja, t.d. Egils Appelsín og Egils Malt, en síðarnefndi drykkurinn hefur verið framleiddur allar götur síðan 1913. Auk þess er Ölgerðin með leyfi til þess að framleiða og selja vörur frá þekktum fyrirtækjum á borð við Carlsberg Group og Pepsico.

Áfengir drykkir

Ölgerðin er stærsti áfengisframleiðandi landsins og á mörg af þekktustu vörumerkjum áfengra drykkja, t.d. Gull, Bola, Brennivín og fleiri. Ásamt eigin vörumerkjum framleiðir Ölgerðin vörur með leyfi frá Carlsberg Group í Danmörku, t.d. Carlsberg, Tuborg Classic, Tuborg Grön, Tuborg Julebryg og fleiri. Ölgerðin er einnig einn af stærstu innflytjendum landsins á léttvíni, sterku áfengi og víngosi. Mikil áhersla er lögð á að flytja einungis inn hágæða vörur.

Fyrirtækjaþjónusta

Við leggjum mikið upp úr því að veita framúrskarandi þjónustu til allra, hvort sem um er að ræða birgja, smásöluaðila eða neytendur.

Sjá alla þjónustu

Kaffikerfi

Hjá okkur finnur þú fjölbreytt úrval af kaffivélum og þjónustu sem hentar þínum rekstri. Við bjóðum upp á kaffilausnir fyrir bæði stór og smá fyrirtæki og tryggjum hágæða kaffi í hverjum bolla.

Sjálfsalar

Hvort sem fyrirtækið þitt er stórt eða smátt, þá útvegum við sjálfsalann og vörurnar sem henta þínum rekstri best. Við finnum réttu lausnina, sjálfsala fyrir drykki eða snarl. Við sjáum um uppsetningu, áfyllingu og viðhald.

Kælar

Kælarnir okkar henta hvaða stað og tilefni sem er. Við útvegum mismunandi stærðir af kælum fyrir drykkjarvörur, sjáum um uppsetningu og viðhald.

Dótturfélög

Ölgerðin á tvö dótturfélög, Danól og Iceland Spring

Danól

Ölgerðin á 100% hlut í Danól. Danól er sjáfstætt sölu- og markaðsfyrirtæki sem selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem Danól telur eiga þess kost að vera með þeim fremstu í sínum flokki eru settar á markað.

Iceland Spring

Ölgerðin á 51% hlut í Iceland Spring en aðrir hluthafar eru erlendir aðilar. Ölgerðin sér um að tappa íslensku vatni á flöskur fyrir Iceland Spring en alþjóðleg sala og markaðssetning eru í höndum félagsins. Iceland Spring á dótturfyrirtækið Pure Distribution sem sér um sölu í Bandaríkjunum.