Starfsánægja
Yfir 85%
Um okkur
Fjárfestar
Vinnustaðurinn
Sjálfbærni
Hafa samband
Við höfum mikinn metnað á sviði sjálfbærni og erum markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. Okkar viðskiptavinir og neytendur gera kröfu um að versla við fyrirtæki sem stuðla að sjálfbærni og þau fyrirtæki búa yfir og viðhalda hæfari starfsfólki.
Við ætlum að vera í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni og mæta nútímaþörfum viðskiptavina og neytenda okkar, án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Framtíðarsýn fyrirtækisins verður náð með því að leggja áherslu á fjóra strauma: sjálfbærni, vöxt, stafræna þróun og fjölbreytileika. Þannig sköpum við virði fyrir alla okkar hagaðila og verðmætasköpun til framtíðar.
Starfsánægja
Yfir 85%
Núll slysastefna
0 slys
Losunarkræfni tekna
Losunarkræfni tekna fyrir umfang 1 og 2 dragist saman um 2% á milli ára
Umbætur
Lokið við 500 umbótaverkefni
Orkusamsetning
95% endurnýjanlegir orkugjafar
ISO14001
Innleiða ISO14001
Rafvæðing bílaflota
Bílafloti 68% rafmagnsbílar
UFS-mat Reitunar
Viðhalda A-einkunn hjá Reitun
Meira endurunnið efni í umbúðum framleiðsluvara
100% rPET
Kolefnisspor í vefverslun
Birta kolefnisspor umbúða í vefverslun
Birgjamat
Innleiða ítarlegt birgjamatsferli fyrir Danól
Hringrásarhagkerfisverkefni
Til dæmis hrat úr framleiðslu, endurvinnsla kaffihylkja og verkefni tengd minni matarsóun
Hollari valkostir
Auka úrval hollari valkosta í drykkjarvöru
Sjálfbærnifræðsla
Sjálfbærnifræðsla fyrir allt starfsfólk í Ölgerðarskólanum
Betri loftgæði með nýrri loftræsingu í framleiðslusölum
Uppsetning á nýjum loftræstibúnaði í framleiðslusölum
Sjálfbærniupplýsingagjöf
Sjálfbærnireikningsskil birt í samræmi við evrópska staðla
Tilkynningagátt fyrir ytri aðila
Tilkynningagátt opin ytri aðilum til að tilkynna misferli eða brot
Skógrækt – vottaðar kolefniseiningar
Skipulag og undirbúningur gróðursetningar í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur
Við fáum góða einkunn í sjálfbærnimati Reitunar. Fyrirtækið fær 84 stig af 100 mögulegum og kemur fram í sjálfbærnimatinu að félagið standi framarlega á íslenskum markaði.
Horft er til þriggja meginþátta við UFS-mat; umhverfisþátta, félagsþátta og stjórnarhátta. Við skorum hæst á umhverfisþættinum með 89 stig. Við höfum dregið úr beinni losun um 65% frá árinu 2016 og sett okkur markmið um kolefnishlutleysi árið 2040.
Losunarkræfni tekna í eigin rekstri (umfang 1 og 2)
-63% miðað við árið 2020
Hollari valkostir
50% miðað við árið 2020
Hlutfall kynja
Aldrei hærra hlutfall en 60% af einu kyni
Hlutfall kynja
Að minnsta kosti 40/60
Úrgangur frá starfsemi
99% flokkunarhlutfall
Pakkningar fyrir eigin framleiðslu
60% endurnýtt hráefni
Orkunotkun
100% endurnýjanleg orka í starfsemi
Kolefnisspor í eigin rekstri (umfang 1 og 2)
-42% miðað við árið 2020
Kolefnisspor framleiðsluvara
-25% miðað við 2020
Útreikningar á losun í aðfangakeðju
Bæta útreikninga og minnka umfang 3
7.7.2025 12:53:14
Helvítis kokkurinn sauð 666 lítra af Bola X saman við alls konar eðalstöff. Útkoman er alveg déskoti djúsí sósa sem fæst í völdum verslunum þar til hún klárast. Nú getur þú aldeilis gefið þér Helvítis tíma við grillið í sumar!
2.7.2025 17:12:02
Sjálfbærniskýrsla Ölgerðarinnar fyrir árið 2024 er nú aðgengileg á íslensku og ensku. Í skýrslunni kemur fram að kolefnisspor eigin reksturs í umfangi 1 og 2 hefur minnkað um 80% frá árinu 2016. Þetta markar stórt framfaraskref í aðgerðum Ölgerðarinnar í loftslagsmálum og endurspeglar metnaðarfulla stefnu í sjálfbærni.
27.6.2025 12:51:34
Riddarar kærleikans leiða söfnun fyrir Bryndísarhlíð og vitundarvakningu sem byggir á kærleika, samkennd og samtali. Þann 11. júní hófst kærleiksherferð Riddara kærleikans þar sem safnað er fyrir Bryndísarhlíð – húsnæði sem myndi hýsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis.
26.6.2025 12:38:34
Nýr sykurlaus Djús með vatnsmelónubragði er kominn en verður aðeins fáanlegur meðan birgðir endast! 🍉💚
5.6.2025 14:22:39
Ný sérútgáfa COLLAB, sem var þróuð í samstarfi við tónlistarmanninn Birni, er komin í verslanir – um leið og nýja platan hans: Dyrnar. Við þökkum Birni fyrir skemmtilegt samstarf og vonum að bæði drykkurinn og platan slái hressilega í gegn.
5.6.2025 14:21:01
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu Sjálfbærniássins árið 2025. Annað árið í röð skoraði Ölgerðin hæst í flokki framleiðslufyrirtækja á Íslandi og fyrir það er starfsfólk fyrirtækisins afar þakklátt og stolt.
30.4.2025 00:00:00
Kristall+ hefur litið dagsins ljós í allri sinni dýrð. Léttkolsýrt íslenskt bergvatn, 80mg af koffini, D-vítamín og sink er eitthvað sem okkur öllum hefur vantað. Drykkurinn inniheldur engan sykur né sætuefni og er hann því tærasta leiðin að náttúrulegri virkni.
16.5.2025 00:00:00
Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.
7.4.2025 00:00:00
Orka RR er framleidd í samstarfi við Reykjavík Roses, en það er fatamerki sem var stofnað árið 2016 af hópi einstaklinga sem eru með ástríðu fyrir sköpun á mörgum mismunandi sviðum. Síðan merkið var stofnað hefur það orðið að einhverju mun stærra eða öllu heldur lífsstíl sem sameinar fólk.
28.3.2025 00:00:00
Við kynnum mist uppbyggingu með nýju og fersku apríkósu- og rifsberjabragði! Á sama tíma kynnum við uppfært útlit og nýjan tón sem hvetur okkur öll til að leita upp á við. Byggðu þig upp með mist uppbyggingu!