Ábyrgð Ölgerðarinnar

Loftslagstengd áhætta og tækifæri

Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa í för með sér áhættu og tækifæri fyrir okkar rekstur. Aukin vitund og skilningur á loftslagstengdri áhættu og tækifærum innan fyrirtækisins skila sér í betri áhættustjórnun og í upplýstara strategísku skipulagi. Í UFS-leiðbeiningum Nasdaq er spurt hvort fyrirtæki fjalli um loftslagstengda áhættu á stjórnarfundum (sem hluta af formlegri dagskrá). Á fundum framkvæmdastjórnar (sem hluta af formlegri dagskrá) hefur spurningunni verið svarað játandi. Vísað er í tcfd (task force on Climate-Related Financial Disclosures) til stuðnings. Eftir á að fara í mikilvægisgreiningu út frá þeim ESRS-stöðlum sem taka gildi fyrir árið 2024. Í þessari greiningu er stuðst við þá flokka sem ESRS hefur gefið út og áhættur og tækifæri greind út frá fleiri flokkum en tcfd hefur sett.

Nefnd var skipuð

Þann 12.9.2023 var settur saman hópur til að fjalla um loftslagstengda áhættu og tækifæri sem samanstóð af forstjóra, fjármála- og mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra framleiðslu, framkvæmdastjóra vörustjórnunar og leiðtoga sjálfbærni og umbóta. Farið var yfir spurningalista út frá tcfd-viðmiðum og helstu áhættur og tækifæri tekin saman. Áhætta er metin út frá fjórum þáttum: Hversu líklegt er að áhætta raungerist, hversu mikil áhrif áhættan hefur á fyrirtækið, hvert varnarleysi fyrirtækisins er gagnvart áhættunni og hver hraði áhrifa verði á fyrirtækið.

Áhættumatsþættir

Þáttur 01

Hversu líklegt er að áhætta raungerist?

Þáttur 02

Hversu mikil áhrif áhættan hefur á fyrirtækið?

Þáttur 03

Hvert varnarleysi fyrirtækisins er gagnvart áhættunni?

Þáttur 04

Hver hraði áhrifa verði á fyrirtækið?

Sækja töflu um áhættumat

Helstu áhættur

Áhættan var metin miðlungs í flestum liðum sem fjallað var um.

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Orkusjóður Hægt að sækja styrki til orkuskipta Tækifæri til að hraða orkuskiptum

þarf að skoða

Ný frumvörp og reglugerðir Ný frumvörp og reglugerðir sem takmarka sölu vara, ekki nægur tími til að bregðast við eða einhverjar vörur ekki leyfðar Fylgjast vel með nýjum reglugerðum hjá Evrópusambandinu, áhættumeta hverja reglugerð, fræðsla til stjórnenda, tækifærisgreining

þarf að skoða

Aukin gjöld við flutning eða annars staðar í aðfangakeðjunni Markviss vinna við að draga úr losun á CO2 fyrirtækisins og fjárfesta í vottuðum einingum, t.d. með skógrækt Fylgjast vel með þróun

þarf að skoða

Losunargjald og mengunartollar Markviss vinna við að draga úr losun á CO2 fyrirtækisins og fjárfesta í vottuðum einingum, t.d. með skógrækt Markviss vinna við að draga úr losun á CO2 fyrirtækisins og fjárfesta í vottuðum einingum, t.d. með skógrækt

þarf að skoða

Minna framboð á fjármagni Aðgangur að fjármagni mun verða auðveldari fyrir sjálfbær fyrirtæki Falla innan sjálfbærniramma bankastofnana og fjárfesta

ásættanlegt

Upprunavottorð Upprunavottorð letur til orkuskipta Samtöl við stjórnvöld

þarf að skoða

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Misheppnuð fjárfesting í nýrri tækni Fjárfest í nýrri tækni sem talin er umhverfisvæn, þróunin ekki orðin næginlega góð eða að umhverfisávinningur stenst ekki væntingar Áhættumeta fjárfestingar

ásættanlegt

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Gæði endurunnina umbúða Áhætta á að þær hafi ekki sömu eiginleika og aðrar umbúðir þar sem tæknin er komin skammt Áhætta á að þær hafi ekki sömu eiginleika og aðrar umbúðir þar sem tæknin er komin skammt

þarf að skoða

Breyting á óskum neytenda og hegðun Hætta á minni eftirspurn eftir núverandi vöruframboði vegna breytinga á óskum neytenda og þörfum neytenda. T.d. Óskum um annað en einnota umbúðir Markviss vinna við að draga úr losun á CO2 fyrirtækisins og fjárfesta í vottuðum einingum, t.d. með skógrækt

þarf að skoða

Hætta á minni eftirspurn eftir vörum, stigmitization of sector Viðskiptavinir og neytendur vilja versla við sjálfbær fyrirtæki og starfsfólk vill vinna hjá slíkum fyrirtækjum Markviss vinna við að draga úr losun á CO2 fyrirtækisins og fjárfesta í vottuðum einingum, t.d. með skógrækt

ásættanlegt

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Orðsporsáhætta – birgjar og samstarfsaðilar Orðsporsáhætta – birgjar og samstarfsaðilar Setja upp birgjastefnu og endurnýja birgjamat, setja upp verklag varðandi vinnu með áhrifavöldum

miðlungs

Orðsporsáhætta Viðskiptavinir og neytendur vilja versla við sjálfbær fyrirtæki og starfsfólk vill vinna hjá slíkum fyrirtækjum Markviss sjáfbærnivinna og samskipti við hagsmunaaðila

miðlungs

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Hráefnisskortur vegna öfga í veðurfari Fáum ekki aðföng eða vörur, hækkun á verði vara Staðkvæmdarbirgjar

þarf að skoða

Hætta á auknum framleiðslukostnaði Vegna breytts verðs á aðföngum (t.d. orku, vatni) Greina að eiga t.d. Kolsýru, reyna að nýta betur aðföng

þarf að skoða

Skortur á rafmagni Ekki verður nægt rafmagn til að anna eftirspurn Skoða framleiðslu á eigin rafmagni, t.d. sólarorku

þarf að skoða

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Hringrás umbúða í sölu Vara ekki hugsuð út frá hringrásarhagkerfinu Öflugt endurvinnslukerfi á Íslandi, kaupa endurunnið hráefni í umbúðir, LCA greiningar á umbúðum, tryggja endurvinnslu þeirra vara sem eru seldar

miðlungs

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Aðferðir við ræktun á stærstu hráefnum fyrir framleiðslu og bruggun styðja ekki við líffræðilegan fjölbreytileika Aðferðir sem notaðar við ræktun á stærstu hráefnum Ölgerðarinnar (t.d. sykur, bygg og humlar) eru að skaða líffræðilegan fjölbreytileika á svæðum sem getur ýtt undir loftslagsbreytingar Skoða kaup á lífrænum vörum, samtal við birgja um aðferðir og eftirfylgni eftir vistkerfum

miðlungs

Vatnsból Iceland Spring Ekki er fylgst með áhrif á notkun vatnsbóls Iceland Spring og hvort hún hafi einhver áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika? Skoða hvort hægt sé að fylgjast með þróun á svæðinu t.d. með tæknilausnum
Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Vatn verður ekki jafn sjálfsagt og nú er Minnka vatnsnotkun Mæla vatnsnotkun

miðlungs

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Mannréttindabrot í virðiskeðjunni Birgi verður vís að mannréttindabroti Birgjamat, áhættumat á birgjum og eftirfylgni

miðlungs

Atriði Lýsing Fyrirbyggjandi aðgerðir Áhættumat
Mengun frá starfseminni og virðiskeðjunni Engin viðbrögð við mengun Fyrirtækið hefur sett sér SBTi markmið til 2030 og 2040

miðlungs

Tengiliður Ölgerðarinnar um sjálfbærni og ábyrgð

Ingibjörg Karlsdóttir

Leiðtogi sjálfbærni og umbóta