Hversu líklegt er að áhætta raungerist?
Loftslagstengd áhætta og tækifæri
Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa í för með sér áhættu og tækifæri fyrir okkar rekstur. Aukin vitund og skilningur á loftslagstengdri áhættu og tækifærum innan fyrirtækisins skila sér í betri áhættustjórnun og í upplýstara strategísku skipulagi. Í UFS-leiðbeiningum Nasdaq er spurt hvort fyrirtæki fjalli um loftslagstengda áhættu á stjórnarfundum (sem hluta af formlegri dagskrá). Á fundum framkvæmdastjórnar (sem hluta af formlegri dagskrá) hefur spurningunni verið svarað játandi. Vísað er í tcfd (task force on Climate-Related Financial Disclosures) til stuðnings. Eftir á að fara í mikilvægisgreiningu út frá þeim ESRS-stöðlum sem taka gildi fyrir árið 2024. Í þessari greiningu er stuðst við þá flokka sem ESRS hefur gefið út og áhættur og tækifæri greind út frá fleiri flokkum en tcfd hefur sett.