Stefna Ölgerðarinnar
Mikilvægi starfseminnar og áherslur endurspeglast í stefnupíramída félagsins. Framtíðarsýn Ölgerðarinnar er að vera fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfa að eiga sér stað stöðugar umbætur til að mæta þörfum stækkandi hóps viðskiptavina.
Sífellt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina hraðar og betur en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.