Gildi og markmið

Við erum staðráðin í að gera það sem er rétt, vinna hörðum höndum að því að bæta okkur og ná marktækum árangri um leið og auk þess hvetja til framfara og teymisvinnu.

Fjögur gildi marka hegðun okkar og ákvarðanir

  • Okkur finnst gaman í vinnunni og erum jákvæð í garð breytinga.
  • Við viljum skapa gott umhverfi og sýna hverju öðru skilning.
  • Við nýtum öll tækifæri til að fagna sigrum í öllum deildum fyrirtækisins.
  • Við erum ein liðsheild og allir leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðum fyrirtækisins.
  • Við sýnum samstarfsfólki okkar virðingu.
  • Við erum með rétta vöru, á réttum stað, í réttu magni og á réttum tíma.
  • Við stöndum við orð okkar.
  • Við gerum mistök eins og aðrir – en lærum af þeim.
  • Allar vörur okkar eru fyrsta flokks og því verður aldrei fórnað.
  • Allt er gæði.
  • Við gætum trúnaðar í meðhöndlun upplýsinga.
  • Við höfum hugrekki til að taka á vandamálum áður en þau verða of stór og viðurkennum mistök.
  • Við leitum alltaf hagkvæmustu leiða í innkaupum, framleiðslu og fjárfestingum.
  • Við sýnum ábyrgð og frumkvæði til að bæta reksturinn.
  • Til að lifa af þarf fyrirtækið að vaxa hraðar en samkeppnisaðilar.
  • Við berum virðingu fyrir vinnuumhverfi okkar og tækjum.
  • Við sýnum frumkvæði og þorum að taka áhættu þegar það á við.
  • Við ætlum alltaf að vera feti framar í þjónustu, nýjungum og vöruúrvali.
  • Við búum yfir krafti, metnaði og eldmóði sem samkeppnisaðilar hræðast.
  • Við erum fljót að taka ákvarðanir og látum hlutina gerast.
  • Við hugsum alltaf án takmarkana.

Stefna Ölgerðarinnar

Mikilvægi starfseminnar og áherslur endurspeglast í stefnupíramída félagsins. Framtíðarsýn Ölgerðarinnar er að vera fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfa að eiga sér stað stöðugar umbætur til að mæta þörfum stækkandi hóps viðskiptavina.

Sífellt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina hraðar og betur en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.

Jákvæðni

Við erum jákvæð fyrir breytingum og finnst gaman í vinnunni. Við erum ein liðsheild og allir leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðum fyrirtækisins.

Áreiðanleiki

Viðskiptavinir og samstarfsaðilar geta treyst okkur. Gæði vöru og þjónustu eru fyrsta flokks.

Hagkvæmni

Við vinnum stöðugt að umbótum í ferlum og rekstri. Við leitum alltaf hagkvæmustu leiða í innkaupum, fjárfestingum og rekstri.

Framsækni

Við ætlum alltaf að vera feti framar í þjónustunýjungum og vöruúrvali. Við erum fljót að taka ákvarðanir og látum hlutina gerast. Við þorum að taka áhættu og gera mistök en lærum af þeim.

Sérstök athygli

Við erum jákvæð fyrir breytingum og finnst gaman í vinnunni. Við erum ein liðsheild og allir leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðum fyrirtækisins.

Fremst í flokki

Við setjum aðeins þau vörumerki á markað sem eru, eða hafa möguleika á að vera, fremst í sínum flokki.

Fjölbreytileiki

Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópar af skapandi og framsæknu fólki sem er fremst meðal jafningja í að skapa sjálfbæran rekstur.

Sjálfbærniaðferðir

Sjálfbærni er samofin menningu okkar, við eyðum allri sóun og nýtum okkur stafræna tækni til umbóta og skapa okkur samkeppnisforskot.

Metnaður

Við erum keppnis, gerum hlutina fyrr og betur en aðrir og leggjum metnað í að skapa eftirsóttasta vinnustað landsins.

Ebitda

>10%

Hlutfall nýjar vörur

>5%

Ánægja stafsfólks

>85%

Ánægja viðskiptavina

>75%

Fyrsta val

Að vera fyrsta val viðskiptavina og neytenda