Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. Okkar viðskiptavinir og neytendur gera kröfu um að versla við fyrirtæki sem stuðla að sjálfbærni og þau fyrirtæki búa yfir og viðhalda hæfari starfsfólki. Við ætlum að vera í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni og mæta nútímaþörfum viðskiptavina og neytenda okkar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða að mæta þörfum sínum. Framtíðarsýn fyrirtækisins verður náð með því að leggja áherslu á fjóra strauma: sjálfbærni, vöxt, stafræna þróun og fjölbreytileika. Þannig sköpum við virði fyrir alla okkar hagaðila og verðmætasköpun til framtíðar.

Sjálfbærniskýrsla

Hér er að finna sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar.

SJÁ SJÁLFBÆRNISKÝRSLU
Subpage Theme Image

UFS-skýrslur

Hér er að finna UFS-skýrslur Ölgerðarinnar

SJÁ UFS-SKÝRSLUR
Subpage Theme Image

Vistferilsgreining umbúða

Við finnum fyrir auknum kröfum um upplýsingagjöf til okkar viðskiptavina og viðhorf hafa breyst á síðustu árum. Þess vegna fól Ölgerðin EFLU verkfræðistofu að gera vistferilsgreiningu á hinum ýmsu umbúðum og mismunandi áhrifum þess að framleiða hér á landi eða flytja inn fullunnar vörur á umhverfið.

SJÁ VISTFERILSGREININGU
Subpage Theme Image
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir