Nýtt frá Tuborg - Lille Jul

ný vara

5. nóvember 2025

Sala á jólabjór hefst í ríkinu á fimmtudaginn og á föstudaginn er J-dagurinn svokallaði. Þá er byrjað að dæla Tuborg-jólabjórnum á börum bæjarins klukkan 20.59. Tuborg hefur sem kunnugt er verið langvinsælasti jólabjórinn hér á landi um árabil og nú ber svo við að ný útgáfa af honum verður kynnt til leiks.

Sá kallast Tuborg Lille Jul og er þróaður af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann er léttari en forverinn og mun eflaust falla vel í geð hjá unnendum slíkra bjóra. Þeir vanaföstu þurfa þó alls ekki að hafa áhyggjur af því að sá gamli og góði sé á útleið, það er einfaldlega þannig að jólasnjórinn fellur tvöfalt í ár.

„Samstarf Ölgerðarinnar við Carlsberg, sem meðal annars á Tuborg-vörumerkið, er langt og farsælt og saga bjóra þeirra samofin íslenskri bjórmenningu. Eins og þjóðin þekkir hafa bjórarnir Tuborg og Carlsberg, sem eru bruggaðir hérlendis, verið meðal vinsælustu erlendu bjórvörumerkja hér á landi áratugum saman.

Gallery Image
Gallery Image
Gallery Image