Brennivín 90 ára

nýtt bragð

4. desember 2025

Í byrjun árs var því fagnað að 90 ár voru liðin frá því að íslenskt brennivín kom á markað. Í umfjöllun Morgunblaðsins af þessu tilefni kom fram að brennivínið hafi allar götur síðan átt sér fastan sess í tilveru landsmanna – mismikinn vissulega eftir tímabilum – og átt sér þekkta aðdáendur á borð við Jóhannes Kjarval listmálara. Raunar hefur hróður þess fyrir löngu borist út fyrir landsteinana og meðal þeirra sem talað hafa opinskátt um aðdáun sína eru tveir af þekktari rokkurum samtímans; Dave Grohl og gítarleikarinn Slash.

Gallery Image
Gallery Image
Gallery Image