Nýj­ar umbúðir Eg­ils Pil­sner hafa vakið at­hygli

24. júlí 2025

Í skemmtilegu viðtali segja vörumerkjastjórinn Jóhannes Páll Sigurðarson og Finnur Malmquist, hönnuður á ENNEMM, frá sögu og endurhönnun Egils Pilsner sem er eitt af elstu drykkjarvörumerkjunum á Íslandi!

Sjald­gæft er að neyslu­vör­ur lifi góðu lífi í meira en öld og ekk­ert lát sé á vin­sæld­um þeirra. Sú er þó raun­in með Eg­ils Pil­sner en ný­verið var umbúðum þessa vin­sæla létt­bjórs breytt í fyrsta skipti í rúm 20 ár.

Það var árið 1916 sem Eg­ils Pil­sner var fyrst fram­leidd­ur og hef­ur létt­bjór­inn verið til sölu hjá Ölgerðinni all­ar göt­ur síðan, eða í 109 ár.

Þegar Kristján tí­undi Dana­kon­ung­ur kom til Íslands árið 1926 er hermt að kóng­ur og hans fylgd­arlið hafi kom­ist í kynni við Eg­ils Pil­sner og kneifað dug­lega. Í kjöl­farið var Ölgerðin út­nefnd „kon­ung­legt öl­gerðar­hús“ af kon­ungi sjálf­um og öðlaðist rétt til að kalla sig slíkt. Kór­ón­an í lógói Ölgerðar­inn­ar í fram­haldi er vís­un í þetta.

Nýj­ar umbúðir Eg­ils Pil­sner hafa vakið at­hygli aðdá­enda drykkj­ar­ins. En af hverju að breyta þess­ari sí­gildu hönn­un?

„Við vild­um heiðra sögu þessa stór­merki­lega létt­bjórs. Það er gríðarlega sjald­gæft að neyslu­vör­ur lifi í meira en öld eins og Eg­ils Pil­sner sem er ekki bara elsti ís­lenski létt­bjór­inn held­ur líka sá mest seldi,“ seg­ir Jó­hann­es Páll Sig­urðar­son vörumerkja­stjóri Eg­ils Pil­sner.

„Hönn­un­ar­saga Ölgerðar­inn­ar og annarra ís­lenskra neyslu­vara er mjög skemmti­leg og það er gam­an að leggj­ast yfir þróun út­lits vara eins og Eg­ils-var­anna. Það er þó þannig að hún mætti vera bet­ur skrá­sett og væri verðugt verk­efni að ná utan um hönn­un­ar­sög­una og gera henni sóma­sam­leg skil.

Þegar við tók­um þátt í kvik­mynda­verk­efn­un­um Ver­búðinni og Vig­dísi með Vest­urporti sett­um við tals­verða vinnu í að rann­saka þau tíma­bil sem þar voru tek­in fyr­ir og nýtt­ist sú vinna að ein­hverju leyti við þessa hönn­un.

Það er alltaf gam­an og áhuga­vert að setja sig inn í vöru- og umbúðaþróun fyrri tíma og nálg­ast þær pæl­ing­ar sem voru í gangi þá.“ seg­ir Jó­hann­es Páll.

Finn­ur Malmquist hönnuður á Ennemm aug­lýs­inga­stofu sá um að end­ur­hanna út­litið.

„Það voru ákveðnir hönn­un­arþætt­ir sem höfðu fylgt sög­unni sem við vild­um end­ur­vekja. Það er sem dæmi let­ur­gerðin sem var upp­færð í takt við fyrri hönn­un og skrifuð í þess­um ein­kenn­andi boga. Svo eru mynd­ræn­ir þætt­ir eins og kór­ón­an sem vís­ar í heim­sókn Kristjáns X Dana­kon­ungs og einnig teiknuðu huml­arn­ir og byggið sem voru end­urteiknaðir frá göml­um miðum.“

Finur Malmquist, Ennemm

Gallery Image
Gallery Image