Forsýning á Surtum ársins 2024

ný vara

8. janúar 2024

Þriðjudaginn 9. Janúar kynnum við ykkur fyrir Surtum ársins 2024.
Þeir eru 2 talsins í ár en auk þess kynnir Borg líka til leiks nýtt villiöl að nafni Snæfríður sem er í flöskum. Við verðum með Surtina tvo á krana verðum við með 2 eldri líka ásamt góðu úrvali af eldri Surtum í gleri í takmörkuðu magni.

Það sem verður á boðstólnum er....

Surtur 8 - Hinn upprunalegi snýr aftur
Ommi 62.1 - Bourbon Tunnuþroskuð útgáfa af Omma
Surtur 61 - Rye og Bourbon tunnuþroskaður með Gunnars Kleinuhringjum
Surtur 100 - Vanilla, kókos og hlynsýróp

Í flöskum....
Snæfríður - Tunnuþroskað villiöl
Surtur 8.1
Surtur 8.2
Surtur 8.3
Surtur 8.4
Surtur 8.5
Surtur 8.6
Surtur 30 (2017)
Surtur 30.1