Kaupréttaráætlun fyrir starfsfólk Ölgerðarinnar og dótturfélaga

4. september 2025

Í samræmi við starfskjarastefnu Ölgerðarinnar sem samþykkt var á aðalfundi þann 8. maí 2025 hefur stjórn heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og á grundvelli hennar bjóða starfsmönnum félagsins og eftir atvikum dótturfélaga þess kauprétt að hlutum í félaginu. Slík kaupréttaráætlun var samþykkt af stjórn félagsins þann 26. júní 2025 og staðfest af Skattinum þann 5. ágúst 2025.