10. desember 2025
Pakkaleikur Pepsi Max
Vinnur þú skemmtilegan jólapakka? Skráðu þig til leiks og þú gætir unnið frábæran Pepsi Max jólapakka. Pakkarnir eru all ...
Um okkur
Fjárfestar
Vinnustaðurinn
Sjálfbærni
Hafa samband
ný vara
Þrátt fyrir að sala á CBD-drykkjum sé ennþá ólögleg á Íslandi fer nú framleiðsla á slíkum drykk fram hérlendis undir þekktu íslensku drykkjarvörumerki; Mist. Varan er eingöngu framleidd til útflutnings enn sem komið er en vonir standa til þess að Mist-CBD verði fáanleg á heimamarkaði á komandi misserum.
“Mist er virknidrykkur sem byggir á töframætti náttúrunnar og bíður upp á eiginleika og innihaldsefni sem njóta vaxandi vinsælda. Þar má nefna ræturnar Maca og Ashwagandha og hið eftirsótta Yerba Mate en allt eru þetta innihaldsefni sem finna má í þeirri Mist sem fæst í íslenskum verslunum í dag. “ segir Gyða Dröfn, vörumerkjastjóri Mist.
“Þá er vaxandi eftirspurn eftir CBD-drykkjum víða erlendis en vinsældirnar hafa til að mynda vaxið mjög hratt í Bretlandi undanfarið ár og teljum við ennfremur að slíkur drykkur eigi fullt erindi á markað hér heima. Lagaumhverfið er þó þannig hérlendis að CBD er ekki ennþá leyft í drykkjarvöru, en CBD olíur hafa notið vaxandi vinsælda á seinustu árum og eru orðnar vinsælar húð- eða munnskolsolíur sem auðvitað enginn er að kyngja, því það er jú bannað. “
“Við höfum þegar framleitt fyrstu framleiðslu af Mist-CBD og eru fyrstu kassarnir á leið úr landi. Það getur þó verið talsvert ferli að koma vöru sem þessari í almenna sölu erlendis en við vonumst til þess að komast í hillur bæði í Bretlandi og Hollandi á komandi mánuðum. “
“Við vonum að sjálfsögðu að löggjöfin varðandi CBD-olíu í drykkjum verði endurskoðuð, og við fáum tækifæri til að kynna þennan frábæra drykk fyrir íslenskum neytendum. Mist-CBD hefur margskonar eftirsóknarverða virkni en auk CBD-olíunnar eru bæði L-Theanine og mátulegt magn af náttúrulegu koffíni í drykknum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær íslendingar fá svo að kynnast MIST-CBD.