20. janúar 2026
Nýr Egils Djús: Sykurlaus mangó og límóna🥭
Við bjóðum velkomið nýtt bragð í Djús fjölskylduna! Sykurlaus Djús með mangó og límónubragði er komin í verslanir🤝 Þið ...
Um okkur
Fjárfestar
Vinnustaðurinn
Sjálfbærni
Hafa samband
danól
Danól, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur hafið innköllun á NAN Expert Pro HA 1 og NAN Pro 1 þurrmjólk með lotunúmerunum “51690742F4”, „51180346AC“ og „51250346AC“.
Áður hafði verið tilkynnt að ekki væri ástæða til innköllunar á Íslandi en nú hefur Nestlé í Noregi uppfært upplýsingar sínar um innköllunina og því er nú farið í innköllun hér á landi. Ástæða innköllunarinnar er aðskotaefni sem fannst í hráefni sem notað er við framleiðslu þurrmjólkurinnar. Ekki hafa borist neinar tilkynningar um veikindi vegna málsins samkvæmt upplýsingum frá Nestlé. Eðli málsins samkvæmt er varað við neyslu á umræddum vörum.
Vörumerki: NAN Export Pro HA1
• Lotunúmer: 51690742F4
• BF: 30.06.2027
Vörumerki: NAN Pro 1
• Lotunúmer: 51180346AC
• BF: 30.04.2027
Vörumerki: NAN Pro 1
• Lotunúmer: 51250346AC
• BF: 31.05.2027
Heiti og heimilsfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Danól, Fosshálsi 25, 110 Reykjavík
Framleiðandi: Nestlé Norge AS, Grundingen 6, 0250 Osló, Noregi.
Leiðbeiningar til neytenda
Varað er við neyslu þurrmjólkurinnar og eru neytendur sem hafa hana undir höndum beðnir um að farga henni, en einnig er hægt að skilað vöru sem innköllunin tekur til á þeim sölustöðum sem hún var keypt. Danól harmar þau óþægindi sem innköllunin kann að valda sem og að misvísandi upplýsingar hafi borist um þörf á innköllun vörunnar.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Danól, Fosshálsi 25, 110 Reykjavík
danol[hja]danol.is, sími 595 8000