Norðmenn fá hið vinsæla COLLAB

11. desember 2023

Sala er nú haf­in á hinum ís­lenska kolla­g­endrykk COLLAB í Nor­egi. Þetta eru fyrstu form­legu skref­in í út­rás Ölgerðar­inn­ar með þenn­an drykk sem notið hef­ur fá­dæma vin­sælda hér á landi. Unnið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi þessa um hríð og eru fleiri markaðssvæði til skoðunar.

Að sögn Gunn­ars B. Sig­ur­geirs­son­ar, aðstoðarfor­stjóra Ölgerðar­inn­ar, eru það heilsu­vöru­versl­an­irn­ar Kins­ar­vik Natur­kost og Good Life sem ríða á vaðið við sölu á COLLAB í Nor­egi en hug­mynd­ir eru uppi um frek­ari dreif­ingu á kom­andi miss­er­um. Viðtök­urn­ar hafa verið góðar, seg­ir Gunn­ar.

10 millj­ón­ir dósa seld­ar í ár

„Kins­ar­vik Natur­kost er heilsu­vöru­keðja sem rek­ur 14 versl­an­ir í Nor­egi og held­ur úti öfl­ugri net­versl­un. Sala er nú form­lega haf­in í Nor­egi hjá Kins­ar­vik en einnig er hægt að nálg­ast Collab í gegn­um vef­söluaðilann Good Life.

Heilsu­vöru­keðjan sýndi vör­unni áhuga fyrr á ár­inu og er óhætt að segja að sér­kenni henn­ar hafi vakið þenn­an áhuga; hágæða kolla­gen unnið úr fiskroði með sjálf­bærni að leiðarljósi er eitt­hvað sem við finn­um að vek­ur mik­inn áhuga er­lend­is. En einnig eru það hlut­ir eins og bragðgæðin og eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur á heima­markaði sem ger­ir COLLAB eft­ir­sótt í aug­um heilsu­vöru­sal­ans,“ seg­ir Gunn­ar sem bend­ir jafn­framt á að það séu ekki bara Íslend­ing­ar sem hafi áhuga á drykkn­um.

Frek­ari út­rás áformuð

„COLLAB hef­ur vakið at­hygli víða ann­ars staðar og fáum við mikið af fyr­ir­spurn­um er­lend­is frá, bæði frá fólki sem hef­ur kynnst vör­unni á ferðalög­um sín­um um landið en einnig frá fólki úr drykkjar­vöru­heim­in­um,“ seg­ir aðstoðarfor­stjór­inn sem boðar frek­ari út­rás á næst­unni.

„Þetta er bara byrj­un­in en við von­umst til að geta sagt frek­ari frétt­ir varðandi út­flutn­ing á Collab á kom­andi vik­um.“

Ölgerðin logo
Grjóthálsi 7-11 / 110 Reykjavík