Vinnustaðurinn

Lykillinn að velgengni fyrirtækja er að hluta  fólginn í mannauði þeirra. Markmið Ölgerðarinnar er því að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Starfsfólk Ölgerðarinnar stefnir samstíga í átt að framtíðarsýn fyrirtækisins, að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna gerir vinnustaðinn skemmtilegan.

 • Þróun í starfi

  Saga Ölgerðarinnar spannar yfir 100 ár og hjá okkur eru starfsmenn sem hafa unnið hjá Ölgerðinni í fjölda ára.  Verkefnin eru fjölbreytt og leggur Ölgerðin mikið upp úr því að leyfa starfsmönnun sínum að vaxa í starfi.  Kynntu þér hvað starfsfólk okkar hefur að segja um vinnustaðinn

 • Starfsmannafélagið

  Ölgerðin er skemmtilegur vinnustaður sem býr yfir stórum hópi með víðtæka þekkingu og reynslu. Starfsmannafélagið Mjöður heldur uppi öflugu félagslífi og stendur mánaðarlega fyrir fjölbreyttum uppákomum og fleira skemmtilegu.

 • Mannauðsstefna og gildi

  Stjórnendur Ölgerðarinnar vita að lykillinn að velgengni fyrirtækisins felst í mannauðnum. Markmið fyrirtækisins er því að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Kynntu þér mannauðsstefnu og gildi Ölgerðarinnar.

 • Jafnlaunastefna

  Ölgerðin var tíunda fyrirtækið hér á landi sem fékk jafnlaunavottun VR sem er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki konum og körlum.

 

Umsókn um starf

Langar þig að vera hluti af frábærum starfsmannahóp Ölgerðarinnar? Við hvetjum þig til að leggja inn umsókn um starf. Ölgerðin tekur vel á móti nýju starfsfólki og stendur fyrir Ölgerðarskóla tvisvar á ári en þar fá allir nýir starfsmenn fræðslu um helstu atriði sem tengjast því að starfa hjá Ölgerðinni og hjálpar þeim að koma sér inn í starfið.