Vinnustaðurinn
Lykillinn að velgengni fyrirtækja er fólginn í mannauði þeirra. Markmið Ölgerðarinnar er því að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Starfsfólk Ölgerðarinnar stefnir samstíga í átt að framtíðarsýn fyrirtækisins, að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna gerir vinnustaðinn skemmtilegan.
Jafnréttismál
Það er stefna Ölgerðarinnar að alls staðar í fyrirtækinu sé fyllsta jafnréttis gætt óháð aldri, kyni, kyngervi, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhafti, trú, stjórnmálaskoðun, eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Ölgerðin er með jafnréttisstefnu og er jafnlaunvottað samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum. Hver starfsmaður er metinn og virtur að verðleikum á eigin forsendum.
Ölgerðin hefur metnað til að láta til sín taka í jafnréttismálum og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sérstaklega hefur farið fram greiningarvinna á menningu með áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika. Þannig öðlast stjórnendur og starfsfólk betri þekkingu og taka aukna ábyrgð á jafnréttismálum.
Fræðsla og þjálfun
Starfsmenn Ölgerðarinnar er dýrmætasta auðlind fyrirtækisins. Það er mikið kappsatriði að starfsmönnum líði vel við störf sín og að þeir vaxi og dafni í starfi. Því er séð til þess að starfsmenn njóti góðrar þjálfunar og að góður árangur í starfi skili sér í aukinni ábyrgð og umbun innan fyrirtækisins.
Fræðsluþörf innan fyrirtækisins er reglulega greind með rýnihópum og viðtölum innan Ölgerðarinnar. Innan fyrirtækisins er boðið upp á öfluga rafræna fræðslu þar sem starfsmenn geta sótt fræðslu á þeim tíma og þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Þar hafa starfsmenn yfirsýn yfir það sem er í boði og hvað þeir hafa nú þegar tekið.
Þróun í starfi
Saga Ölgerðarinnar spannar yfir 100 ár og hjá okkur eru starfsmenn sem hafa unnið hjá Ölgerðinni í fjölda ára. Verkefnin eru fjölbreytt og leggur Ölgerðin mikið upp úr því að leyfa starfsfólki sínu að vaxa í starfi.
Öflugt félagslíf
Ölgerðin er skemmtilegur vinnustaður sem býr yfir stórum hópi með víðtæka þekkingu og reynslu. Starfsmannafélagið Mjöður heldur uppi öflugu félagslífi og stendur fyrir fjölbreyttum uppákomum og fleira skemmtilegu. Starfsfólk Ölgerðarinnar finnur mörg tækifæri til að koma saman og gleðjast og má þar nefna, starfsmannadaginn JÁ-daginn, bjórdaginn J-daginn, árshátíð, þjóðhátíð í Ölgerðinni og fleira.
Mannauðsstefna og gildi
Stjórnendur Ölgerðarinnar vita að lykillinn að velgengni fyrirtækisins felst í mannauðnum. Markmið fyrirtækisins er því að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Kynntu þér mannauðsstefnu og gildi Ölgerðarinnar.
Umsókn um starf
Langar þig að vera hluti af frábærum starfsmannahóp Ölgerðarinnar? Við hvetjum þig til að leggja inn umsókn um starf.