Aftur í öll störf

Vörumerkjastjóri PEPSI óskast

Framúrskarandi markaðsmanneskja óskast í stöðu vörumerkjastjóra Pepsi á Íslandi.  Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir drífandi leiðtoga til að læra af einu öflugasta markaðsfyrirtæki heims og stýra meðal annars Pepsi Max, vinsælasta gosdrykk íslensku þjóðarinnar.

Við leitum að manneskju sem tekur af skarið, leiðir verkefni og mótar upplifun neytenda um land allt – í samstarfi við öflugt teymi í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Ef þú hefur ástríðu fyrir markaðsmálum, skilning á neytendahegðun og sterka framkvæmdagetu – þá viljum við heyra frá þér.

 Helstu verkefni

  • Þróa og framkvæma markaðsáætlanir í samræmi við alþjóðlega stefnu PepsiCo.
  • Leiða vörumerki með skýrri sýn, frumkvæði og skapandi nálgun.
  • Stjórna markaðsherferðum í nánu samstarfi við PepsiCo og innlent teymi.
  • Greina markaðsgögn og neytendahegðun til að finna vaxtartækifæri.
  • Sjá um framleiðslu efnis, fjárhagsáætlanir og árangursmælingar.
  • Starfa náið með PepsiCo, auglýsingastofum og öðrum samstarfsaðilum.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af vörumerkjastjórnun eða markaðsstarfi.
  • Góð greiningarhæfni og færni í að vinna með gögn.
  • Sterk leiðtogahæfni og framúrskarandi samskipti.
  • Skapandi hugsun og framkvæmdageta.
  • Mjög gott skipulag, hæfni til að vinna hratt og halda mörgum verkefnum á lofti.
  • …kunna að hafa gaman.

Viðtöl eruð boðuð jafn óðum og umsóknir berast, ráðið verður í starfið þegar rétti umsækjandinn finnst.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík


Umsóknarfrestur frá:

12. desember 2025

Umsóknarfrestur til:

31. desember 2025