Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

Blóðappelsínu Collab

COLLAB með blóðappelsínu er nýjasta bragðið til að gera sumarið enn betra! Þessi ferska og hressandi bragðtegund er eins og sólskinsdagarnir á Íslandi: í takmörkuðu magni, þannig að það er um að gera að njóta í botn meðan tækifæri gefst.

Sjá nánar
Erna Hrund nýr verkefnastjóri útflutnings á Collab

Erna Hrund Hermannsdóttir hefur verið ráðinn verkefnastýra útflutnings á virknidrykknum Collab og verður jafnframt sölustjóri Collab á Norðurlöndunum.
Sala á Collab er hafin í Danmörku og Finnlandi og hafa móttökur verið jákvæðar, en drykkurinn hefur þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund tekur nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsmenn hans hófu og byggir ofan á því góða starfi sem þar hefur verið unnið.

 

Erna Hrund stundar MBA nám við Háskóla Íslands og er með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu.  Hún hefur starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og hefur sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún býr að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hefur í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda.

 

„Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur á og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ segir Erna Hrund.
„Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og

 

Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

 

Erna Hrund hefur þegar hafið störf sem verkefnastjóri útflutnings og sölustjóri á Norðurlöndum.

 

Sjá nánar
Guðni Þór nýr forstöðumaður vaxtar og þróunar

Guðni Þór Sigurjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunar hjá Ölgerðinni, en um er að ræða nýja deild hjá fyrirtækinu. Guðni Þór hefur starfað hjá Ölgerðinni um langt árabil og veitti síðast forstöðu vöruþróunar- og gæðamálum fyrirtækisins.

 

„Ég er afar spenntur fyrir nýja starfinu og þetta sýnir enn einu sinni hversu framsýnt og framsækið fyrirtæki Ölgerðarinnar er að setja upp deild sem þessa. Sem forstöðumaður vaxtar og þróunar ber ég ábyrgð á vöruþróun, tækjaþróun og greiningu vaxta- og markaðstækifæra og ég hlakka til að starfa að þessu með því öfluga starfsfólki sem starfar hjá Ölgerðinni,” segir Guðni Þór.

 

Hann er með MBA frá HR og menntaður matvælafræðingur frá HÍ, hefur verið í fararbroddi í yfir 20 ár í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, bæði á Íslandi og erlendis.

 

„Ráðning Guðna í þetta nýja starf forstöðumanns vaxtar og þróunar sýnir svart á hvítu áherslu okkar á að gera nýsköpun og tengdum þáttum enn hærra undir höfði. Hann hefur í starfi sínu þróað margar okkar helstu vörur sem slegið hafa í gegn og það er okkur sönn ánægja að fá hann til að leiða þessa nýju deild,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Sjá nánar

Hafa samband

Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir