Chat with us, powered by LiveChat

29 mars 2023

Garðar nýr framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni

Garðar Svansson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Egils áfengra drykkja hjá Ölgerðinni. Garðar hefur starfað hjá Ölgerðinni í tæp 7 ár og hefur meðal annars sinnt starfi vörumerkjastjóra fyrir Carlsberg Group og nú síðast sem sölustjóri Hótela- og veitingasviðs.

 

Það er einkar spennandi að taka við sviði sem hefur verið byggt upp undanfarin ár og náð frábærum árangri. Ég hlakka til að takast á við komandi verkefni hjá Ölgerðinni og vera áfram hluti af því frábæra teymi sem hér starfar,“ segir Garðar.

 

Garðar, sem er þrítugur, er með BS gráðu í alþjóðamarkaðsmálum frá HÍ og hefur hann þegar tekið við starfinu.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Ef þú heldur áfram notkun þinni á síðunni samþykkir þú vafrakökustefnu okkar. Lesa nánar um vafrakökustefnu Ölgerðarinnar hérna