29 mars 2023

Garðar nýr framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni

Garðar Svansson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Egils áfengra drykkja hjá Ölgerðinni. Garðar hefur starfað hjá Ölgerðinni í tæp 7 ár og hefur meðal annars sinnt starfi vörumerkjastjóra fyrir Carlsberg Group og nú síðast sem sölustjóri Hótela- og veitingasviðs.

 

Það er einkar spennandi að taka við sviði sem hefur verið byggt upp undanfarin ár og náð frábærum árangri. Ég hlakka til að takast á við komandi verkefni hjá Ölgerðinni og vera áfram hluti af því frábæra teymi sem hér starfar,“ segir Garðar.

 

Garðar, sem er þrítugur, er með BS gráðu í alþjóðamarkaðsmálum frá HÍ og hefur hann þegar tekið við starfinu.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir