Chat with us, powered by LiveChat

Sjálfbærniuppgjör

Ölgerðin hefur unnið markvisst að sjálfbærni frá árinu 2013 og hefur gefið út sjálfbærniskýrslu um stöðu og markmið síðan þá. Þetta er þriðja árið sem gefin er út UFS-skýrsla samhliða ásreikningi í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq-kauphallarinnar, útgáfu 2 frá maí 2019. Að okkar mati sýnir skýrslan rétta og sanngjarna mynd af þessum þáttum fyrir samstæðuna og hvernig við hyggjumst ná árangri á næstu árum.

Hér er að finna sjálfbærniuppgjör Ölgerðarinnar (UFS-skýrsla):

UFS sjálfbærnimat

Ölgerðin fær góða einkunn í sjálfbærnimati Reitunnar. Fyrirtækið fær 84 stig af 100 mögulegum og kemur fram í sjálfbærnimatinu að félagið standi framarlega á íslenskum markaði.

 

Horft er til þriggja meginþátta við UFS mat; umhverfisþátta, félagsþátta og stjórnarhátta. Ölgerðin skorar hæst á umhverfisþættinum eða 89 stig. Ölgerðin hefur dregið úr beinni losun um 65% frá árinu 2016 og sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040. 

Hér er að finna UFS sjálfbærnimat frá Reitun ehf:

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Ef þú heldur áfram notkun þinni á síðunni samþykkir þú vafrakökustefnu okkar. Lesa nánar um vafrakökustefnu Ölgerðarinnar hérna