Loftslagstengd áhætta og tækifæri
Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa í för með sér áhættu og tækifæri fyrir rekstur Ölgerðarinnar. Aukin vitund og skilningur á loftslagstengdri áhættu og tækifærum innan fyrirtækisins skilar sér í betri áhættustjórnun og í upplýstara strategísku skipulagi. Í UFS leiðbeiningum Nasdaq er spurning sem snýr að því að fyrirtæki sem fjalla um loftslagstengda áhættu á stjórnarfundum (sem hluta af formlegri dagskrá) og á fundum framkvæmdastjórnar (sem hluta af formlegri dagskrá) geta svarað játandi. Vísað er í TCFD (e. task force on Climate-Related Financial Disclosures) til stuðnings.
Þann 27.9.2022 var settur saman hópur til að fjalla um loftslagstengda áhættu og tækifæri sem samanstóð af forstjóra, aðstoðarforstjóra, fjármála- og mannauðsstjóra og leiðtoga sjálfbærni og umbóta. Farið var yfir spurningalista út frá tcfd viðmiðum og helstu áhættur og tækifæri tekin saman. Áhætta er metin út frá fjórum þáttum: Hversu líklegt er að áhætta raungerist, hversu mikil áhrif áhættan hefur á fyrirtækið, hvert varnarleysi fyrirtækisins er gagnvart áhættunni og hver hraði áhrifa yrði á fyrirtækið.
Helstu áhættur
Áhættan var metin miðlungs í flestum liðum sem var fjallað um.
Áhætta | Lýsing | Fyrirbyggjandi aðgerðir | Áhættumat |
---|---|---|---|
Stefnu- og lagabreytingar | |||
Ný frumvörp og reglugerðir | Ný frumvörp og reglugerðir sem takmarka sölu vara, ekki nægur tími til að bregðast við eða einhverjar vörur ekki leyfðar | Fylgjast vel með nýjum reglugerðum hjá Evrópusambandinu, áhættumeta hverja reglugerð, fræðsla til stjórnenda, tækifærisgreining | Miðlungs |
Losunargjald og mengunartollar | Há losunargjöld sem varpast út í vöruverð, með minni losun erum við samkeppnishæfara að standast slíka hækkun | Markviss vinna að draga úr losun á CO2 fyrirtækisins og fjárfesta í vottuðum einingum t.d. með skógrækt | Miðlungs |
Minna framboð á fjármagni | Aðgangur að fjármagni mun verða auðveldari fyrir sjálfbær fyrirtæki | Falla innan sjálfbærniramma bankastofnana og fjárfesta | Miðlungs |
Tækni | |||
Misheppnuð fjárfesting í nýrri tækni | Fjárfest í nýrri tækni sem talin er umhverfisvæn, þróunin ekki orðin næginlega góð eða að umhverfisávinningur stenst ekki væntingar | Áhættumeta fjárfestingar | Miðlungs |
Kostnaður við að skipta yfir í lægri losunartækni | Kostnaður sem erfitt er að reikna í payback strax, t.d. Skipti yfir í rafmagnstrukka | Markaðslegur ávinningur | Miðlungs |
Markaðurinn | |||
Hætta á minni eftirspurn eftir vörum, stigmitization of sector | Viðskiptavinir og neytendur vilja versla við sjálfbær fyrirtæki og starfsfólk vill vinna hjá slíkum fyrirtækjum | Markviss vinna í átt að sjálfbæru fyrirtæki – samtal við hagsmunaaðila, hingrásarhagkerfi, drykkjavöruumbúða, nýsköpun | Miðlungs |
Breyting á óskum neytenda og hegðun | Hætta á minni eftirspurn eftir núverandi vöruframboði vegna breytinga á óskum neytenda og þörfum neytenda. T.d. Óskum um annað en einnota umbúðir | Birta kolefnisspor á umbúðum vöru, neytendur geta tekið ákvörðun þannig út frá kolefnisspori. Kolefnisspor vöru, tryggja lægsta sporið og bindingu á móti. Reikna, lækka, binda. | Miðlungs |
Hækkun á markaðsverði rPET | Mikil umfram eftirspurn á verði rPET og ekki nægjanlegt framboð | Hafa áhrif á flæðið af notuðum plastflöskum til endurvinnslu erlendis | Miðlungs |
Orðspor | |||
Orðsporsáhætta - birgjar og samstarfsaðilar | Orðsporsáhætta, vinna með birgjum eða samstarfsaðilum sem eru vafasöm og gæti komin upp ímyndarhnekkur | Setja upp birgjastefnu og endurnýja birgjamat, setja upp verklag varðandi vinnu með áhrifavöldum | Miðlungs |
Orðsporsáhætta | viðskiptavinir og neytendur vilja versla við sjálfbær fyrirtæki og starfsfólk vill vinna hjá slíkum fyrirtækjum | Markviss sjáfbærnivinna og samskipti við hagsmunaaðila | Miðlungs |
Náttúruvá | |||
Hráefnisskortur vegna öfga í veðurfari | Fáum ekki aðföng eða vörur, hækkun á verði vara | Staðkvæmdarbirgjar | Miðlungs |
Hætta á auknum framleiðslukostnaði | Vegna breytts verðs á aðföngum (t.d. orku, vatni) | Greina að eiga t.d. Kolsýru, reyna að nýta betur aðföng | Miðlungs |