Chat with us, powered by LiveChat

Skipurit og skipulag

Stjórn og stjórnarhættir

 

Stjórn fyrirtækisins skipa 5 aðalmenn og 4 varamenn, kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Stjórn kýs sér formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna. Stjórnarformaður Ölgerðarinnar heitir Októ Einarsson. Forstjóri er Andri Þór Guðmundsson. Stjórn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. starfar eftir ákveðnum og skýrum starfsreglum. Fyrirtækið er hlutafélag og fylgir þeim lögum og reglum sem um slík félög gilda. Þrjár undirnefndir eru hjá Ölgerðinni. Endurskoðunarnefnd sem skipuð er öllum stjórnarmönnum, starfskjaranefnd sem skipuð er 3 aðilum og er stjórn til ráðgjafar um starfskjarastefnu fyrirtækisins og framkvæmdastjórn sem skipuð er 8 manns og eiga allir framkvæmdastjórar fyrirtækisins þar sæti.

Skipurit Ölgerðarinnar

Dótturfélög

 

Danól


Ölgerðin á 100% hlut í Danól. Danól er sjáfstætt sölu- og markaðsfyrirtæki sem selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem Danól telur eiga þess kost að vera með þeim fremstu í sínum flokki eru settar á markað.

 

Iceland Spring


Ölgerðin á 40% hlut í Iceland Spring, en aðrir hluthafar eru erlendir aðilar. Ölgerðin sér um að átöppun fyrir félagið sem aftur sér um alþjóðlega sölu- og markaðssetningu. Iceland Spring á dótturfyrirtækið Pure distribution sem sér um sölu í Bandaríkjunum.

 

 

 
 

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Ef þú heldur áfram notkun þinni á síðunni samþykkir þú vafrakökustefnu okkar. Lesa nánar um vafrakökustefnu Ölgerðarinnar hérna