28 maí 2024
Ölgerðin Fyrirmyndarfyrirtæki 2024
Ölgerðin hlaut þriðja árið í röð nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2024 í stærstu vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi. Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndar fyrirtæki og er Ölgerðin því eitt af efstu í flokki stórra fyrirtækja en í þeim flokki eru fyrirtæki þar sem starfsmenn eru 70 eða fleiri.
Í könnuninni var spurt út í níu lykilþætti í starfsumhverfinu en þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör,vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins, ánægja og stolt og jafnrétti. Gefin var einkunn fyrir hvern þátt, frá einum upp í fimm, og saman mynda þær heildareinkunn allra svarenda.