2 júlí 2024

Karen nýr gæðastjóri

Kar­en Ýr Jó­els­dótt­ir hef­ur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðar­inn­ar og dótt­ur­fé­laga þess. Hún tek­ur við starf­inu af Guðna Þór Sig­ur­jóns­syni, sem ný­verið var ráðinn for­stöðumaður vaxt­ar og þró­un­ar­deild­ar fé­lags­ins.

Kar­en tekur við stjórn­un og rekstri gæðadeild­ar og ber ábyrgð á gæðaeft­ir­liti fram­leiðslu Ölgerðar­inn­ar, auk annarra gæða- og ör­ygg­is­mála þvert á all­ar deild­ir og dótt­ur­fé­laga. Kar­en situr í gæðaráði Ölgerðar­inn­ar, er formaður HACCP-ráðs og sér um ut­an­um­hald gæðakerf­is, auk innri og ytri út­tekta.

Kar­en er menntaður mat­væla­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og hefur starfað hjá Ölgerðinni frá ár­inu 2016. Hún hóf störf sem sum­ar­starfsmaður á rann­sókn­ar­stofu Ölgerðar­inn­ar og hefur síðan þá sinnt flest­um sér­fræðistörf­um inn­an gæðadeild­ar fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars hefur hún stýrt inn­leiðingu á nú­ver­andi gæðakerfi.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir