5 júlí 2024

Guðni Þór nýr forstöðumaður vaxtar og þróunar

Guðni Þór Sigurjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunar hjá Ölgerðinni, en um er að ræða nýja deild hjá fyrirtækinu. Guðni Þór hefur starfað hjá Ölgerðinni um langt árabil og veitti síðast forstöðu vöruþróunar- og gæðamálum fyrirtækisins.

 

„Ég er afar spenntur fyrir nýja starfinu og þetta sýnir enn einu sinni hversu framsýnt og framsækið fyrirtæki Ölgerðarinnar er að setja upp deild sem þessa. Sem forstöðumaður vaxtar og þróunar ber ég ábyrgð á vöruþróun, tækjaþróun og greiningu vaxta- og markaðstækifæra og ég hlakka til að starfa að þessu með því öfluga starfsfólki sem starfar hjá Ölgerðinni,” segir Guðni Þór.

 

Hann er með MBA frá HR og menntaður matvælafræðingur frá HÍ, hefur verið í fararbroddi í yfir 20 ár í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, bæði á Íslandi og erlendis.

 

„Ráðning Guðna í þetta nýja starf forstöðumanns vaxtar og þróunar sýnir svart á hvítu áherslu okkar á að gera nýsköpun og tengdum þáttum enn hærra undir höfði. Hann hefur í starfi sínu þróað margar okkar helstu vörur sem slegið hafa í gegn og það er okkur sönn ánægja að fá hann til að leiða þessa nýju deild,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir