13.12.2011 | 08:14

Ölgerðin kaupir 51% hlut í Mjöll-Frigg

Ölgerðin hefur fest kaup á 51% hlut í framleiðslufyrirtækinu Mjöll-Frigg. Mjöll-Frigg hefur þróað og framleitt hreinlætisvörur í áratugi fyrir Íslendinga og er eitt stærsta fyrirtækið á því sviði hérlendis. Framleiðsla hreinlætisvara og sala til stórnotenda verður með óbreyttu sniði í verksmiðjunni í Hafnarfirði en sala og dreifing á neytendavörum fyrirtækisins fer framvegis í gegnum í sölu- og þjónustukerfi Ölgerðarinnar. 
Mjöll-Frigg framleiðir margar algengustu hreinlætisvörurnar sem notaðar...
29.11.2011 | 10:09

Mikil sala á jólabjórum frá Ölgerðinni

Frétt af vef ÁTVR:Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember.  Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.
 
Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því  tveimur dögum.  Það skýrir hins vegar ekki muninn á seldu magni nema að litlu leyti.   Heildarsala jólabjórs ...
14.11.2011 | 08:22

Egils Gull valinn besti standard lager bjórinn

Egils Gull var á dögunum valinn besti standard lagerbjórinn í heiminum í samkeppninni World Beer Awards. Alls var keppt í meira en þrjátíu flokkum og valið stóð á milli ríflega fimm hundruð tegunda. Fjöldi dómara frá öllum heimshornum blindsmakkaði hverja tegund og gaf einkunn. Að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar, eru þessi verðlaun staðfesting á því góða þróunarstarfi sem fer fram hjá Ölgerðinni. „Fyrir fáeinum árum var til að mynda farið að nota íslenskt bygg við framleið...
07.11.2011 | 11:16

Jólabjórinn frá Tuborg er kominn

J-dagurinn svokallaði, þegar jólabjórnum frá Tuborg er dreift á veitingahús, var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Eins og venjan hefur verið undanfarin ár var danska sendiherranum færður fyrsti kassinn af Tuborg-jólabjórnum og tók hann sendingunni fagnandi eins og sjá má. Margt skemmtilegt bar fyrir augu miðborgargesta; lúðrasveit marseraði niður Laugaveg, glaðir Tuborg-jólasveinar færðu kráargestum veigar og kórar sungu. Jólabjórinn er eingöngu fáanlegur í u.þ.b. átta vikur á ári hverj...
07.11.2011 | 08:47

Nú er gaman að borða hollt!

Mini Fras er yngsti meðlimurinn í Fras-fjölskyldunni og hefur að geyma hina rómuðu brakandi, stökku kodda, en í þetta skipti í smáútgáfu. Litlu Mini Fras-koddarnir eru tvenns konar. Hinir velþekktu hafrakoddar og hinir nýju maískoddar sem eru litaðir með náttúrulegu gulrótardufti. Mini Fras er góð og holl byrjun á deginum fyrir börnin þín. Ekki síst vegna þess að það er auðugt af trefjum og orku. En líka vegna þess að það inniheldur lítið af sykri, fitu og salti. Mini Fras er einstakt í morgunko...
1  |  ...  |   8   |   9   |   10   |   11   |   12   |   13   |   14   |   15   |   16   |  ...  |  19