19.05.2011 | 08:35

Peppi á völlunum í sumar

Nú eru Pepsi-deildirnar komnar á fullan skrið og boltinn farinn að rúlla á iðgrænum völlum. Á hverjum leikdegi streyma aðdáendur upp í stúkur og syngja og hvetja sitt lið áfram. Pepsi er að sjálfsögðu með í för og vörumerkið sýnilegt, svo um munar, á völlunum. Sumarið er hafið í boltanum, það fer ekkert á milli mála.  Íslandsmótið í knattspyrnu er 100 ára nú í sumar og af þeim sökum mun Pepsi standa fyrir 12 afmælishátíðum, einni á heimavelli hvers liðs. Fyrir leik verður hvers kyns húllumhæ, kn...
18.05.2011 | 09:38

Merrild leikurinn

Merrild/Senseo leikur er núna í fullum gangi og talsvert um innsendingar strax í upphafi. Fyrirkomulagið er einfalt; þátttakendur safna saman 5 toppum af annað hvort Merrild eða Senseo pökkum og senda inn til 16. júní.

Gullverðlaun leiksins eru glæsileg en um leið einstök þar sem sjálfur talsmaður Merrild, Karl Berndsen er í fyrsta vinning!!  Eða kannski öllu heldur „Make-over dagur“ með Kalla og öllu tilheyrandi. Ásamt því fylgir 100.000 kr inneign í Debenhams , sem Kalli hjálpar vinningshaf...
05.05.2011 | 08:58

Það er aðeins pláss fyrir einn...

Það er aðeins pláss fyrir einn Polar Beer.
29.04.2011 | 11:02

White Horse viskí

Ölgerðin hefur tekið til sölu White Horse viskí. Vegna hagstæðra samninga getum við boðið þetta fína viskí á frábæru verði, eða 500 ml flösku á aðeins 3.739 kr! Geri aðrir betur. White Horse er blandað skoskt viskí frá Edinborg og var fyrst framleitt af James Logan Mackie árið 1861. Árið 2006 var White Horse valið blandaða viskí ársins í viskí biblíu Murrays. Notast er við Lagavulin malt ásamt Talisker og Linkwood.
19.04.2011 | 11:59

Fréttatilkynning frá Ölgerðinni

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins komu á þriðjudagsmorgni á skrifstofur Ölgerðarinnar og framvísuðu heimild til þess að leggja hald á gögn hjá fyrirtækinu. Í heimildinni kom ekkert fram um ástæður leitarinnar og stjórnendur Ölgerðarinnar vissu því á þeim tíma ekki að hverju rannsóknin beindist.

Síðdegis sama dag bárust síðan þær skýringar frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin beindist að grun um samráð Ölgerðarinnar og Vífilfells um uppröðun og framstillingarhlutföll í kælum og hillum verslan...
1  |  ...  |   10   |   11   |   12   |   13   |   14   |   15   |   16   |   17   |   18   |   19