13.01.2011 | 14:52

Gingko Biloba

Ginkgo Biloba, sem heitir á íslensku Musteristré, hefur yfir sér ákveðna dulúð og það ekki að ástæðulausu. Tréð er þjóðartré Kínverja en var áður talið útdautt af vestrænum vísindamönnum. Árið 1691 fann þýskur læknir og náttúruvísindamaður að nafni Engelbert Kaempfer tréð í Japan. Steingerðar leifar ættingja Ginkgo Biloba eru yfir 270 milljón ára gamlar og eru þau því hugsanlega ein elsta fræplantan. Charles Darwin kallaði þau: „lifandi steingervinga.“ Talið er að sum trjánna - sem standa við kí...
11.01.2011 | 10:25

Þeir höfðu Gatorade

Þegar getur orðið æði heitt í Flórída og fyrir þá sem spila amerískan fótbolta og neyðast til þess að hlaða sig hlífðarbúnaði, varúðarráðstafanir sem kollegar þeirra á Bretlandseyjum og víðar skeyta lítið sem ekkert um, getur verið snúið að ofþorna ekki. Á sjöunda áratug síðustu aldar stóðu nokkrir drengir úr Gators-liði háskólans í Flórída í hálfhring á miðjum vellinum og hvöttu hvern annan til dáða. Síðari hálfleikur var um það bil að hefjast og þeir höfðu vænlega stöðu, voru yfir gegn andstæð...
06.01.2011 | 09:25

Vatn

Hversu mikið vatn ættirðu að drekka daglega? Einföld spurning en svarið getur verið vandfundið. Rannsóknir hafa sýnt fram á mismunandi niðurstöður í gengum árin, en í raun er vatnsþörf okkar mismunandi og byggist á nokkrum þáttum, t.d. heilsufari, búsetu og hversu mikið við hreyfum okkur. Þannig er ekki hægt að setja fram einhverja eina tölu sem virkar fyrir alla, en þú ert sá einstaklingur sem getur einna best metið vatnsþörf þína.Um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn. Öll líkamskerfi og öll líff...
05.01.2011 | 10:43

Kraftaverkajurt

Í Suður-Ameríku; aðallega í Argentínu, Úrugvæ og Paragvæ; vex algjör kraftaverkajurt. Þessi jurt hefur jákvæð áhrif á líkamann í heild – hreinsar hugann, eykur einbeitingu, bætir minni, dregur úr matarlyst, eykur orku, eykur magn þess súrefnis sem berst til hjartans, eykur fitubrennslu og léttir lund, svo fátt eitt sé nefnt. Charles Darwin sagði um þessa jurt, að hún væri hin fullkomna örvun. Vísindamenn Pasteur-stofnunarinnar komust að þeirri niðurstöðu, að kraftaverkajurtin innihéldi svo til ö...
1  |  ...  |   10   |   11   |   12   |   13   |   14   |   15   |   16   |   17   |   18   |   19