Starfsmannafélagið

Mjöður, starfsmannafélag Ölgerðarinnar er félag allra fastráðinna starfsmanna hjá fyrirtækinu. Tilgangur starfsmannafélagsins er að halda uppi góðu andrúmslofti og stemningu meðal starfsmanna. Félagið vinnur í góðri samvinnu við stjórnendur Ölgerðarinnar og stendur fyrir fjölbreyttum uppákomum.

 

 

Fyrirkomulag félagsins

 

Mjöður starfsmannafélag er skipað af sjö manna stjórn: formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þriggja meðstjórnenda. Kosið er í stjórn félagsins á aðalfundi til tveggja ára í senn.

Fyrirspurnir má senda á netfangið mjodur@olgerdin.is og er þeim svarað um hæl.

 

 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir