Ölgerðin sem vinnustaður

Þróun í starfi

 

Ölgerðin er fjölbreyttur en fyrst og fremst skemmtilegur vinnustaður.  Hjá okkur starfar fólk með fjölbreyttan bakgrunn og fagmenntun, má þar meðal annars nefna bakara, þjóna, matreiðslumenn, snyrtifræðinga, meiraprófsbílstjóra, viðskiptafræðinga, verkfræðinga, sálfræðinga, lífeindafræðinga, matvælafræðinga, stjórnmálafræðinga, leikara, plötusnúða og bruggmeistara.

Ölgerðin er yfir 100 ára og býr yfir langri og farsælli sögu. Við leggjum mikið upp úr því að leyfa starfsfólki okkar að vaxa í starfi enda breytist umhverfið hratt og við þurfum að búa yfir ákveðinni aðlögunarhæfni sem gerir vinnustaðinn spennandi.

 

Áslaug Sigurðardóttir, vörustjóri

 

Það sem einkennir vinnustaðinn að mínu mati er hversu mikið hann hefur þróast á þeim árum sem ég hef starfað hér. Vinnustaðurinn sem ég byrjaði fyrir tæpum 20 árum er ekki sá sami og ég vinn hjá í dag. Drifkraftur starfsfólksins og keppnisandinn um að gera alltaf betur og finna nýjar og betri leiðir er lýsandi fyrir Ölgerðina. Skýr skilaboð stjórnanda um að ná árangri er hvetjandi og gerir starfið lifandi.

 

 

Gunnlaugur Einar Briem, framkvæmdastjóri vörustýringar.

 

Það sem mér finnst einkenna Ölgerðina eru gildin okkar og keppnisskapið.  Mér finnst þetta vera skemmtilegur og lifandi geiri sem við störfum í og maður veit oft ekki hvernig næsta vika verður.  Það eru alltaf nýjar áskoranir sem maður er að vinna við í samstarfi við frábært starfsfólk.  Það erum við, starfsfólkið, sem skapar Ölgerðina eins og hún er og það er frábært að vera hluti af þeim hóp.  Fyrirtækið heldur sér mjög unglegu þrátt fyrir 100 ára aldurinn og má segja að þetta sé allt annað fyrirtæki en það sem ég byrjaði hjá fyrir nokkrum árum en það sem hefur ekki breyst er drifkrafturinn og keppnisandinn sem hefur einkennt fyrirtækið allan minn tíma hér.

 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir