Leikir Ölgerðarinnar

Almennir skilmálar vegna þátttöku í leikjum eða klúbbum á vegum Ölgerðarinnar.

 

1. Með því að taka þátt í leik eða klúbbi Ölgerðarinnar, dótturfélaga eða vörumerkja hennar samþykkir þátttakandi þessa skilmála. Þeir gilda milli þátttakanda og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.

 

2. Almennt aldurstakmark leikja og klúbba er 13 ár, nema annað sé tekið fram í skilmálum einstakra leikja eða klúbba. Hver þátttakandi getur aðeins skráð sig einu sinni í hverjum leik eða klúbbi. Þátttakandi skal skrá réttar upplýsingar um sig.

 

3. Upplýsingar um þátttakendur eru einungis nýttar til að koma á framfæri upplýsingum vegna leikja eða klúbba og til að tryggja að upplýsingar séu rétt skráðar.
Með samþykki þátttakanda 18 ára og eldri mun Ölgerðin nýta uppgefnar samskiptaleiðir til að kynna fyrir honum vörur og þjónustu Ölgerðarinnar í markaðslegum tilgangi. Þátttakandi getur afturkallað samþykki sitt fyrir þátttöku í leik eða klúbbi Ölgerðarinnar hvenær sem er með því að hafa samband við Ölgerðina með þeim leiðum sem kynntar eru á vef fyrirtækisins.

 

4. Samskiptaupplýsingar þátttakanda eru varðveittar með öruggum hætti og meðhöndlaðar skv. íslenskum lögum um persónuvernd.

 

5. Gegn samþykki þátttakanda getur Ölgerðin birt upplýsingar eða myndir af vinningshafa á miðlum Ölgerðarinnar og vörumerkja hennar þegar tilkynnt er um vinningshafa á samfélagsmiðlum.

 

6. Ölgerðin áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulagi og skilmálum leikja og klúbba, svo sem vinningum eða ávinningi.

 

7. Um skilmála þessa gilda íslensk lög og er varnarþing í Reykjavík.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir