Leikir Ölgerðarinnar

 

SKILMÁLAR ÁTAKS

Pepsi MAX á Íslandi vegna kynningar Meistaradeildar UEFA

VINSAMLEGA LESTU SKILMÁLA KYNNINGARÁTAKSINS VANDLEGA, Í ÞEIM ERU MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.

 

 

I. Almennt

 1. Þessir skilmálar gilda um kynningarátak Pepsi MAX á Íslandi vegna Meistaradeildar UEFA („Átakið“) á vegum PepsiCo Nordic Denmark ApS („Skipuleggjandinn“), með skrásett heimilisfang að Vesterbrogade 149, 1620 Kaupmannahöfn, Danmörku.
 2. Markmið átaksins er að kynna vörur sem framleiddar eru undir skrásettu vörumerki Pepsi MAX („Vörumerkið“). Átakið stendur frá 22.03.2024 til 21.04.2024  („Átakstímabilið“). Þetta er leikur þar sem keppt er um 2 verðlaun sem fela í sér 2 Silfurpakkamiða (Silver Package Tickets) á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA í London þann 01.06.2024, ásamt ferðum (ferðir á flugvöll og leikvang innifaldar) og gistingu (2 nætur, 1 herbergi), samtals að verðmæti 8.000 EUR.
 3. Þessa skilmála átaksins má finna á Facebook Lead Ads („Síða Átaksins“). Einnig er hægt að óska eftir þeim hjá skipuleggjandanum.

II. Þátttökuskilyrði

 1. Aðeins íbúar á Íslandi sem náð hafa 18 ára aldri, að undanskildum þeim sem talin eru upp hér að neðan, geta tekið þátt í þessu átaki.
 2. Eftirtalin mega ekki taka þátt: (a) starfsfólk, sambýlisfólk og fjölskyldumeðlimir skipuleggjandans og (b) sérhver þau sem á einn eða annan hátt tengjast skipulagningu átaksins beint eða óbeint.
 3. Þátttaka í átakinu er ókeypis (að undanskildum kostnaði við Internetnotkun).
 4. Með því að taka þátt í þessu átaki lýsir þátttakandi yfir samþykki á gildi þessa skilmála átaksins.

III. Leiðir til þátttöku

 1. Þátttaka í átakinu er aðeins lögformlega möguleg á tíma átaksins með því að:
 • Fylla út form á Facebook Lead Ads;
 • Taka þátt á þennan hátt: Gefa upp nafn, tölvupóst og símanúmer á Facebook Lead Ads forminu.
 • Samþykkja þessa skilmála átaksins.
 1. Ófullkomnar og/eða óviðeigandi þátttökutilkynningar eru ógildar og verða ekki teknar til greina.
 2. Þátttaka er aðeins möguleg á tíma átaksins í gegnum Facebook Lead Ads. Allar þátttökutilkynningar sem berast eftir að tíma átaksins lýkur eru ógildar og verða ekki teknar til greina.

IV. Almennar reglur um háttsemi. Þátttaka er aðeins gild ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

 1. Þátttakendur mega ekki nota þetta átak til að tjá pólitískar eða trúarlegar skoðanir.
 2. Þátttakendur mega ekki áreita eða nota móðgandi orðalag, misvirðandi eða kynferðislegar athugasemdir.
 3. Þátttakendur mega ekki koma fyrir ormum, vírusum eða öðrum skaðlegum hugbúnaði á síðu átaksins.
 4. Innsendingar mega ekki brjóta í bága við lög, reglur eða almennt siðferði og mega ekki hvetja til athafna sem brjóta í bága við lög, reglur eða almennt siðferði.
 5. Innsendingar mega ekki skaða skipuleggjandann á nokkurn hátt eða fyrirtæki sem tengjast honum eða vörumerkinu.
 6. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að útiloka frá átakinu þá þátttakendur sem senda inn ógildar eða falsaðar innsendingar.
 7. Innsending þátttakanda má ekki brjóta á hugverkarétti þriðja aðila eða öðrum rétti hans.
 8. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að neita eða útiloka þátttakanda hvenær sem er á eigin forsendum án þess að þátttakandi öðlist neinn rétt gagnvart skipuleggjandanum.
 9. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að útiloka þátttakanda vegna ógildra eða falsaðra persónuupplýsinga.
 10. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að útiloka þátttakanda sem svindlar, er grunaður um svindl eða brýtur þessa skilmála átaksins að einhverju leyti.
 11. Þátttakendur fá ekki greitt fyrir innsendingar og/eða þátttöku. Þátttakendur öðlast engan rétt og munu ekki fá neinar greiðslur vegna þátttöku sinnar í átakinu.
 12. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að útiloka hvenær sem er þær innsendingar sem eru ógildar að hans mati og/eða fjarlægja þær eða láta fjarlægja þær af síðu átaksins.

V. Hugverkaréttur

 1. Allur hugverkaréttur og annar eignarréttur í tengslum við þetta átak eru alfarið á hendi skipuleggjandans. Þá og þegar nauðsyn krefur afsalar þátttakandinn sér hér með, án endurgjalds, öllum hugverka- og eignarrétti sem tengjast átakinu til skipuleggjandans um leið og slíkur réttur stofnast, eða til tengdra fyrirtækja sem skipuleggjandinn tilnefnir, og er slíkt framsal hér með samþykkt. Krefjist framsal slíks hugverkaréttar frekari aðgerða heimilar þátttakandinn skipuleggjandanum hér með að semja og undirrita slíkt afsal fyrir hönd þátttakandans til að framsalið nái fram að ganga.
 2. Að því leyti sem lög heimila afsalar þátttakandi sér hér með endanlega og skilyrðislaust öllum einkalegum réttindum samkvæmt lögum varðandi átakið.

VI. Birting

 1. Með því að taka þátt í átakinu gefa þátttakendur leyfi sitt til birtingar nafns síns á síðu átaksins endurgjaldslaust að hálfu skipuleggjandans. Með þátttöku og viðtöku verðlauna samþykkja vinningshafar enn fremur að skipuleggjandinn megi fara fram á þátttöku þeirra í annars konar kynningarstarfi, þar með talið í tengslum við nýtingu þeirra á verðlaununum að lokinni þátttöku.
 2. Eigi þátttakandi í frekara samstarfi í annars konar kynningarstarfi að ósk skipuleggjandans, kemur ekki til greiðslu af nokkru tagi að hálfu skipuleggjandans. Sérhver birting og útgáfa efnis er og verður eign skipuleggjandans. Þátttakandinn veitir skipuleggjandanum fullt leyfi til að nýta myndrétt sinn til birtingar og útgáfu í sérhverju formi.

VII. Verðlaun

 1. Hvor vinningshafi (2) átaksins fær 2 Silfurpakka (Silver Package) miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA í London þann 01.06.2024, ásamt ferðum (ferðir á flugvöll og leikvang innifaldar) og gistingu (2 nætur, 1 herbergi), samtals að verðmæti 8.000 EUR   („Verðlaunin“).
 2. Svari vinningshafi ekki (í tæka tíð) eða annar misbrestur verður (t.d. ef svo virðist sem vinningshafi hafi ekki farið að skilmálum þátttöku) áskilur skipuleggjandi sér rétt til að ákvarða annan vinningshafa á sama hátt, án þess að honum beri þó skylda til þess.
 3. Skipuleggjandinn greiðir alla skatta sem fyrrnefnd verðlaun kunna að hafa í för með sér.
 4. Verðlaunin eru persónuleg og ekki er hægt að skipta þeim fyrir önnur verðlaun eða reiðufé. Ekki er hægt að skipta verðlaununum í hluta og aðeins hægt að taka við þeim eins og þau eru veitt.
 5. Verðlaun sem af einhverjum ástæðum eru ekki afhent verða áfram eign skipuleggjandans. Ef verðlaunum er neitað viðtöku falla þau einnig skipuleggjandanum í skaut.
 6. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að veita annars konar verðlaun ef verðlaunin eru af einhverjum ástæðum ekki lengur fyrir hendi eða ekki er hægt að afhenda þau.

VIII. Nánari upplýsingar um verðlaun

 1. Verðlaunin samanstanda af: flugi til London og aftur til baka (brottfararstaður verður ákveðinn síðar), miða fyrir tvo á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA þann 1. júní 2024, tveimur nóttum í tvíbýli/tveggja manna herbergi á þriggja eða fjögurra stjarna hóteli í London, ferðum til og frá flugvelli og ferðum til og frá leikvangi. Skipuleggjandi mun bóka allt framangreint.
 2. Vinningshafi getur þurft að auðkenna sig og sanna aldur með sanngjörnum hætti sem skipuleggjandinn telur nauðsyn á til að staðfesta tilkall til verðlaunanna.
 3. Ef vinningshafi breytir bókaðri gistingu (ef mögulegt) eftir að bókun hefur verið staðfest, getur söluaðili krafist umsýslugjalds af vinningshafa.
 4. Vinningshafa er skylt að fara eftir skilmálum sem þriðji aðili setur og eru hluti verðlaunanna, þar með talið, en einskorðast ekki við, skilmála ferðaskipuleggjanda, gistiþjónustu, skilmála Meistaradeildar UEFA og knattspyrnuleikvangsins sem um ræðir.
 5. Á einhverjum stigum ferðarinnar mega vinningshafinn og gestur hans búast við að ferðast í fylgd fulltrúa skipuleggjandans. Sá fulltrúi mun, eftir atvikum, veita leiðbeiningar á ensku.
 6. Vinningshafinn og gestur hans taka ábyrgð á öllum ferðakostnaði umfram skilgreint framlag skipuleggjandans. Það er á ábyrgð vinningshafans að skipta kostnaðinum með gesti sínum á viðeigandi hátt að þeirra mati.
 7. Til að forðast misskilning skal ítrekað að nema annað sé tekið fram þá innihalda verðlaunin ekki máltíðir, drykki, minjagripi, þjórfé, bílastæðagjöld, aukalegar skoðunarferðir eða viðburði og innihalda ekki neinn annan persónulegan kostnað sem ekki er sérstaklega getið um í þessum skilmálum og hvorki skipuleggjandinn né nokkur annar þjónustuaðili, sem veitir þjónustu sem eru hluti verðlaunanna, verður ábyrgur fyrir slíkum kostnaði.
 8. Vinningshafi ber ábyrgð á eigin hegðun og gests síns meðan þeir njóta verðlaunanna. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að útiloka vinningshafa og/eða gest hans frá því að taka þátt í verðlaununum ef vinningshafinn og/eða gestur hans fara ekki að fyrirmælum skipuleggjandans eða þeirra aðila sem koma að verðlaununum eða ef framferði vinningshafans og/eða gests hans skapar hættu fyrir þá sjálfa eða almenning eða er á einhvern hátt andfélagslegt, skaðlegt umhverfi eða öðru fólki.
 9. Tryggingar eru ekki innifaldar í verðlaununum. Það er á ábyrgð vinningshafa og gests (ef við á) að ganga frá öllum viðeigandi tryggingum (þar með talið, en ekki einvörðungu, heilsu- og ferðatryggingar, og tryggingar vegna þjófnaðar og eignatjóns) sem nauðsynlegar eru eða mælt er með. Skipuleggjandinn veitir enga ábyrgð varðandi verðlaunin og undanskilur sig allri skaðabótaábyrgð, eins og lög leyfa, gagnvart vinningshafa í tengslum við verðlaunin, virkni þeirra, seljanleika eða annað.
 10. Vinningshafi og sérhver gestur hans verða að vera með gilt vegabréf með öllum nauðsynlegum heimildum til að geta ferðast til Bretlands sem gilda í að minnsta kosti sex (6) mánuði frá áætluðum brottfarardegi eða eins lengi og kveðið er á um í þeim reglugerðum sem eiga við.  Hvorki vegabréfin, né  handhafar þeirra, skulu vera háð neinum ferðatakmörkunum til eða frá Lundúnum. Vegabréfaeftirlit og stjórnvöld hafa rétt á að meina vinningshafanum og sérhverjum gesti hans inngöngu.  Það er hvorki á ábyrgð skipuleggjanda að tryggja að vinningshafi geti ferðast né að bera hvern þann aukakostnað sem hlýst af því að vera meinað um komu eða inngöngu.
 11. Það er á ábyrgð vinningshafa og gests hans að kynna sér ferðaráðleggingar stjórnvalda og ákvarða hvort hættandi sé á ferðalag til ákvörðunarstaðar. Skipuleggjandinn ber ekki ábyrgð á neinum skaða eða tjóni vinningshafa sem hlýst af því að hlíta ekki ferðaleiðbeiningum stjórnvalda. Vinningshafinn og gestur hans bera ábyrgð á að verða sér úti um nauðsynlegar bólusetningar og verða að hlíta þeim heilsufarsleiðbeiningum sem gilda um ákvörðunarstað verðlaunanna.
 12. Skipuleggjandinn er ekki skaðabótaskyldur né ábyrgur fyrir tapi eða tjóni sem vinningshafi eða gestur hans kunna að verða fyrir ef þeir geta ekki nýtt sér verðlaunin vegna ferðatakmarkana eða viðvarana stjórnvalda vegna áfangastaðarins eða vegna niðurfellingar eða takmarkana sem skipuleggjandi úrslitaleiks Meistaradeildar UEFA kann að setja af einhverjum ástæðum, eða vegna persónulegra ástæðna vinningshafa eða gests hans. Skipuleggjanda er ekki skylt að bjóða önnur verðlaun eða reiðufé eða nokkrar aðrar sárabætur ef vinningshafi og/eða gestur hans geta ekki nýtt sér verðlaunin af einhverri ástæðu.
 13. Vinningshafinn og gestur hans verða að hlíta skilmálum og takmörkunum flugfélaga, annarra samgöngufyrirtækja og staða sem tengjast verðlaununum. Þeir verða að hlíta öllum hollustu- og öryggisreglum og leiðbeiningum og öllum viðeigandi lögum og reglum.

IX.  Aðferðafræði við val á vinningshafa

 1. Þátttakandi er gjaldgengur með gildri innsendingu.
 2. Vinningshafi/vinningshafar eru valdir með slembivali úr öllum gildum innsendingum.
 3. Vinningshafa verður tilkynnt um vinning með tölvupósti og símtali innan 72 klukkustunda frá því að átakstímabili lýkur. Hver vinningshafi á rétt á að vitja verðlaunanna innan 48 klukkustunda frá móttöku skilaboða frá skipuleggjandanum. Hafi skipuleggjanda ekki borist svar frá vinningshafa innan þess tíma, mun skipuleggjandinn velja nýjan vinningshafa.

X. Kvartanir

 1. Ekki verður efnt til neinna samskipta vegna niðurstaðna átaksins.

XI. Persónuupplýsingar

 1. Nafn og heimilisfang og/eða aðrar persónuupplýsingar sem skipuleggjandinn aflar í tengslum við þátttöku í þessu átaki verða notaðar til að framfylgja markmiðum átaksins og farið með sem trúnaðarmál og í samræmi við persónuverndarstefnu skipuleggjandans, sem nálgast má hér: www.pepsicoprivacypolicy.com.
 2. Engar upplýsingar sem aflað var í tengslum við þetta átak verða notaðar utan átaksins, nema þátttakandi hafi sérstaklega gefið samþykki sitt fyrir slíkum sérgreindum viðbótarnotum.
 3. Upplýsingum sem aflað verður í þessu átaki verður eytt 6 mánuðum eftir að átakinu lýkur, nema um annað hafi verið samið.
 4. Þátttakandi á rétt á upplýsingum um það hvernig farið er með persónuupplýsingar, leiðréttingu þeirra, takmörkun vinnslu, flutning gagna og eyðingu þeirra. Þátttakandi á rétt á að gera formlega athugasemd við meðferð persónuupplýsinga sinna til þar til bærra yfirvalda. Frekari upplýsingar um réttindi einstaklinga og meðferð persónuupplýsinga hjá skipuleggjanda má nálgast í persónuverndarstefnunni: www.pepsicoprivacypolicy.com.

       XII. Bótaskylda

 1. Skipuleggjandinn ber ekki ábyrgð eða bótaskyldu vegna bilunar eða villna sem tengjast Internetinu, einni eða fleiri af þeim vefsíðum sem vísað er til í þessum skilmálum, nettengingum eða öðrum netbúnaði, hugbúnaði eða vélbúnaði eða nokkurri rangri skráningu eða vinnslu innsendingar eða persónuupplýsinga. Skipuleggjandinn firrir sig allri bótaábyrgð í því sambandi.
 2. Skipuleggjanda er heimilt að stytta, lengja, fresta eða aflýsa átakinu hvenær sem er, í tilviki force majeure, ófyrirsjáanlegra atburða, sem hann hefur ekki stjórn á, eða af einhverri annarri réttlætanlegri nauðsyn. Í þeim tilvikum ber skipuleggjandinn enga ábyrgð eða bótaskyldu.
 3. Skipuleggjandinn firrir sig allri bótaábyrgð, bæði eigin og/eða þeirra aðila sem taka þátt í átakinu fyrir hans tilstilli, svo fremi það samrýmist lögum.

       XIII. Lokaákvæði

 1. Ekki má fjölfalda eða birta neinn hluta þessa átaks án fyrirfram skriflegs leyfis skipuleggjandans.
 2. Skipuleggjandinn áskilur sér rétt til að breyta þessu átaki hvenær sem er eða til að enda það og/eða hætta þátttöku í því, að eigin geðþótta án þess að nokkur þátttakandi geti reist á því einhvers konar kröfur gagnvart skipuleggjandanum.
 3. Athugasemdir og spurningar varðandi þessa skilmála átaksins má senda til skipuleggjandans skriflega með yfirskriftinni „Pepsi MAX Iceland UEFA Champions League promotional Campaign“.
 4. Þetta átak fellur undir íslensk lög. Þetta átak er skipulagt í samræmi við reglugerðir 530/2006 & 160/2009, og lög nr. 57/2005 & lög nr. 38/2005.  
 5. Allan ágreining, sem kann að rísa vegna þessara skilmála og vegna átaksins, skal leggja fyrir viðeigandi dómstól í Reykjavík á Íslandi. 
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir